Aldamót - 01.01.1898, Síða 71
T1
JmS eru ólukku afsakanirnar, sem nú eru tíöar. HvaS
sem um er talað og að er fundið, þótt sannleikur þess
ætti að vera hverjum manni með heilbrigða skynsemi
deginum ljósari, — ætíð skulu ótal afsakanir vera á reið-
um höndum og allar vélar röklistarinnar settar í gang,
til að sannfæra sjálfa sig og nðra um, að þetta geti nú
ómögulega öðruvísi verið en það er. Mikið dæmalaust
eru slíkar afsakanir fj rirlitlegar og óhafandi. Fyrirlit-
legastar verða þær þó, þar sem um kirkjuleg vankvæði
er að ræða, þegar þær koma frá prestum og kirkjulegum
leiðtogum. þegar þeir fara að hefja rödd sína í hvert
skifti, sem eitthvert vekjandi orð er talað og sýnt fram
á hið bága kirkjulega ástand eins og það er, þá er skör-
in vissulega komin upp í bekkinn. því það er svo ráð
fyrir gjört, að í hverri ræðu, sem flutt er, sé sýnt meira
og minna fram á hið öfuga og ranga í siðferðislegu lífi
mannanna og augu tilheyrendanna opnuð fyrir brestum
og löstnm og siðferðislegum göllum, er alstaðar eiga sér
stað í öllum mannfélögum. Og þegar söfnuðirnir taka
slíkum áminningum með stöðugum afsökunum og
segja : Yér erum nú allir breyskir, freistingarnar á all-
ar hliðar og ótal ástæður, sem gjöra það býsna ervitt að
yfirbuga þær, sv.o það er þýöingarlítið að vera að tala um
þetta og gjöra það svona ljótt og skelfing syndsamlegt;
vér verðum nú líklega allir eins og vér höfum verið, hvað
sem sagt er, — þegar svona er talað í söfnuðinum, finst
hverjum alvarlega hugsandi presti, að slíkt tal beri vott
um sofandi samvizku, siðferðislegt hirðuleysi og andleg-
an dauða. Og það er von. En ber það þá ekki vott um
nákvændega þetta sama, þegar það kemur frá prestunum
sjálfum? Eru þeir þá ekki að hafa það fyrir öðrum, sem
þeim þykir mjög vítavert í fari þeirra. Engir menn
ættu að vera fljótari til að kannast við hin kirkjulegu