Aldamót - 01.01.1898, Page 73
73
frelsarans í mótlæti stnu, fær myndina hans þrýsta á
svitadúkinn sinn eins og konungurinn í Edessa. Og
svitadúkur einnar þjóðar er þjóðlífsstarfiðalt, hið kirkju-
lega og borgaralega, sem hún vefur öll sín tár og ’njarta-
slög inní. Ef hún leytir frelsaranum að þrýsta mynd
sinni á þann dúk og geymir hana þar, hefur hún ekkert
að óttast, hversu lítil og fámenn sem hún er. Hún vinn-
ur þá sigur í baráttunni gegn óvinum sínum. En hve
nær sem myndin hverfur og máist af, verður hún heill-
um horfin og þess er þá ekki langt að bíða, að hún falli
í hendur Persanna.
þér, íslenzkir prestar og íslenzkir leikmenn. sem trúið
á nafn mannkynsfrelsarans! Hann kallar til vor allra og
segir : Rtsið upp og þrýstið mynd minni í hjarta þjóðar-
innar og á svitadúkinn hennar, svo hún fái að lifa og
verða ósigrandi.
þegar Pétur forðum spurði svip frelsarans, sem hann
mætti fyrir utan borgina : Qao vadis, domineJ — hvert
fer þú, herra ?—fékk hann ekkert svar. En hann sá svip-
inu halda áfram og inní borgina. Og þegar ég lít upp
til hans í dag og segi með Pétri: Qwo vadis, dornine? —
ert þú að yfirgefa oss, herra ?—fæ ég heldur ekkert svar.
En ég sé í anda segl í fjarlægð úti á hafinu og undir
seglinu snekkju á innsigling og í stafni snekkjunnar
sjálfan hann.
Og þá sýn læt ég méi nægja.