Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 75
dulu trú, er tilsamans gjöra skozka guðsóttann svo £agr-
an, það kom vandræðasvipur á hana. Meðan prestur-
inn var að tala, svona unglingslega ánægður með sjálfan
sig, hvarflaði hugur hennar inn í herbergi, þar sem þau
höfðu bæði staðið fyrir fimm árum við dánarbeð móður
hans.
Hann var frá sér af harmi þann dag og rúmið^
skalf af ekkanum hans, því hann var einkasonur
móður sinnar og föðurlaus og móðir hans var nú að
kveðja hann, hugrökk og trúföst fram í andlátið.
„Gráttu ekki svona, Jón, og láttu ekki hjartað þitt
springa, því það er guðs vilji, og hann er ætíð beztur.“
„Hérna er úrið mitt og keðjan", og hún lagði það
við hlið sonar síns, en hann gat ekki snert það og vildi
ekki lyfta upp höfðinu; — „þegar þú flnnur keðjuna um
liálsiun á þér, minnir það þig á faðminn hennar móður
þinnar.“
„þú ætlar ekki að gleyma mér, Jón, ég veit það vel,
og ég skal aldrei gleyina þér. Eg hefi elskað þig hér og
ég skal elska þig hinum megin. það skal engin stund
líða, án þess ég biðji fyrir þér, og þá veit ég betur, um
hvað ég á að biðja, en meðan ég var hér, svo þú rnátt
ekki vera svona skelfing sorgbitinn.“
r> o
þá ftlrnaði hún eftir höfðinu á honum og strauk
hendinni yfir það einu sinni enn, en hann gat hvorki
litið upp né mælt orð af munni.
„Gáttu í fótspor frelsarans, og ef hann vill leggja
krossinn sinn á herðar þér, mátt þú ekki færast undan,
því hann ber ætíð þyngri endann sjálfur. Hann hefur
leitt móður þína öll þessi ár, og verið mitt eitt og alt,
síðan hann faðir þinn dó, og hann mun styðja mig fram
í andlátið. Hann verður með þér líka, Jón, og ég verð
ætíð að hugsa um þig. þú bregst mér ekki,“ og aum-