Aldamót - 01.01.1898, Síða 76
ingja kalda höndin hennar, sem hafði hjúkrað honum
alla ævi hans, varð þyngri á höfðinu á honum.
En hann gat ekkert sagt og það dró snögglega af
röddinni hennar.
„Ég get ekki séð þig núna, Jón, en ég veit, að þú ert
þarna og ég á einungis eina ósk eftir. Ef guð skyldi
kálla þig til að verða prestur, mátt þú ekki neita því, og
fyrsta daginn, sem þú prédikar í þinni eigin kirkju, tal-
aðu þá gott orð fyrir frelsara þinn, og óg heyri til þín
daginn þann, Jón, þó þú sjáir mig ekki, og þá skal ég
verða ánægð.“
Einu augnabliki seinna hvíslaði hún: ,.Bið þú uú
fyrir mér,“ og hann hljóðaði upp: „Móðir mín, móðir
mín ! “
það var fullkomin bæn og ekki hægt að biðja son
Maríu betur.
„Jón,“ sagði móðursystir hans, „móðir þín er nú hjá
guði,“ og hann sá dauðann í fyrsta sinni, en hann var
íagur og fullur þess friðar, sem æðri er öllum skilningi.
Fimm ár voru liðin, full af hugsunum og striti, og
móðursystir hans var að hugsa um, hvort hann myndi
þessa síðustu bæn, eða hvort hún hefði farið fram hjá
honum í sorginni.
„Hvað ert þú að hugsa um, móðursystir mín? Ertu
hrædd við guðfræðina mína ?“
„Onei, Jón. það er ekki það, drengur, því ég veit,
að þú munt tala samkvæmt trú þinni, án þess að óttast
nokkurn mann,“ — og hún efaði sig.
„Láttu það koma, móðursystir; þú ert eina móðirin
mín núna, eins og þú veizt,“ og presturinn vafði hand-
leggnum utan um liana, „og um leið sú bezta, fallegasta
og inndælasta móðursystir, sem nokkur maður hefur
jítt.“