Aldamót - 01.01.1898, Síða 77
77
Fyrir innan siálfsálit unga námsmannsins var góður
drengur með heilbrigt hjarta.
„Fyrirverð'ur þú þig ekki, Jón, aS gjöra gys aS gömlu
kerlingarskari?—En það er ekki til neins aS skjalla mig.
Ég þekki þig of velog þegar hún gáSi aS, hverjum
hann var líkur, fyltust augun alt í einu.
„HvaS gengur aS þér, móðursystir ? Ætlar þú ekki
að segja mér það ?“
„þú mátt ekki reiðast mér, Jón; en ég er að hugsa
um sunnudaginn; því ég hef einlægt síðan þú varst
kallaður til Drumtochty verið að biðja, að það yrði heilla-
dagur og ég fengi að sjá drenginn minn koma til fólks-
ins síns með fegurð drottins yfir sér, eins og stendur í
gamla spádótninum: „Hversu fagrir eru fætur þess
sendiboða á fjöllunum, sem fagnaðartíðindin flytur, sem
friðinn kunngjörir,“ og svo hætti hún aftur. •
„Haltu áfram, móðursystir, haltu áfram,“ hvíslaði
hann; „segðu alt, sem þér er í huga.“
„það er ekki fyrir mig, einfalda gamla konu, sem
enga þekking hef fyrir utan biblíuna og barnalærdóm-
inn, aö ætla að kenna þér, og það er ekki fyrir það, að ég
sé hrædd við nýju skoðanirnar þínar eöa um trúna þína,
því ég man ætíð eftir því, að það eru margir hlutir, sent
guðs andi á eftir að kenna, og ég veit þaö vel, að sá
maður, sem fylgir frelsara sínum, villist aldrei í neinum
skógi. En það er fólkið, sem ég er hrædd um, Jón,
sauðahópurinn, sem drottinri hefur fengið þér til að gefa
fóður í sinn stað.“
Hún gat ekki séð framan í hann, en hún fann, að
hann þrýsti ofur hægt utan um höndina hennar og hún
fékk meiri kjark.
„þú verður að muna það, drengurinn minn, að það
er hvorki gáfað né lært fólk eins og þú ert, heldur bara