Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 78
7ð
blátt áfram bændafólk, hver með sína freisting, og sár-
lega þjáð af áhyggjum þessa heims. það þarf Ijáslega
hugsuð orð til að hugga hjðrtu þess og til að sýna því
leið eilífs lífs. þú segir það, sem rétt er, ég efast ekkert
um það, og allir verða ánægðir með þig; en, gðði dreng-
urinn minn, vertu viss um, að þú komir með gott orð
fyrir frelsara þinn.“
Presturinn varð náfölur og höndin hné niður. Hann
stóð snögglega á fætur og gekk fram að dyrunum, en
um leið og hann gekk út, gaf hann móðursystur sinni
þetta talandi augnatillit, sem einungis þeim fer á milli,
er staðið hafa saman í sorg. Sonurinn liafði ekki gleymt
bæn móður sinnar.
Garðinum kring um prestssetrið hallar til vesturs;
og þegar presturinn var að ganga fram og aftur á
þessum litla ferhyrnda bala, sem furutrén stóðu á verði
í kving urn, var sólin að síga bak við hnjúkana. Dökk-
leitum skýjabólstrum tók að hlaða saman undir kvöldið,
og hótuðu þeir að skyggja á sólsetrið, sem var fegursta
sjónin, er nokkurn tíma bar fyrir augu fólksins í Drum-
tochty og sannarlegt náðarmeðal fyrir hvert hjarta í
dalnuns með ofur litla tilfinning. En sólin hafði hrund-
ið skýjunum til beggja hliða og helti dýrð sinni gegnum
þau og hlóð Ijósbylgjunum kring um sig um leið og hún
gekk þessa skínandi braut gegn um hlið vestursins.
Presturinn nam staðar fyrir þessari sýn, andlit hans
laugaðist gulllegri dýrð, og svo rann gullsliturinn fyrir
augum hans yfir í logandi rautt og hið rauða faldaðist
lifrauðu og grænu. Slíkri náttúrudýrð getur ekki hönd
neins málara náð, né neitt mannlegt ímyndunarafl.
Honum fanst einhver dýrðlingur hafa sigrihrósandi hald-
ið innreið sína gegn um hliðið inn í borgina himnesku,
figaður blóði lambsins, og kvöldroðjnn frá æfi móðuy