Aldamót - 01.01.1898, Síða 79
79
hans lagSist hátíðlega yfir sálu hans. Síðasti votturinn
um sólsetrið var horfinn af hnjúkunum, þegar prestur-
inn gekk inn, og andlit hans var eins og þess, sem séð
hefur S3;n. Hann bað méður.systur sýna að hafa kv.öld-
hænirnar um liönd með vinnukonunni, því hann vildi fá
að vera einn í lestrarherberginu sínu. >
það var ánægjulegt herbergi á daginn með glugga
til suðurs, og gegn um hann gat presturinn séð rdsirnar
leggjast upp að rúðunum og sináapald^. meö fram gang- /(V
stígunuin í garðinum; það var líka gluggi til vesturs,
svo hann gat horft á hvern dag deyja. það var þægi-
legt herbergi núna, þegar búið var að draga gluggatjöld-
in fyrir og ljúsið frá lampanum lagði á bækurnar. sem
hann unni hugástum og sögðu hann ávalt velkominn.
Hann hafði raðað þessum dýrkeyptu fjársjúðum frá
namsárunum í dálítinn bókaskáp og hafði nú hugsað
gott til þeirrar óviðjafnanlegu ánægju, að eyða kvöldinu
með því að lesa hitt og þetta. En bækurnar hurfu hon-
um úr huga, þegar honum varð litið ú ræðuna, er lá þar
sem birtan frá lampanum var sterkust og beið sín.s
dóms. Hann hafði lokið við síðustu blaðsíðuna himin-
glaður og flutt hana út við suðurgluggann og hepnast
það svo vel, að hann undraðist yfir sjálfum sér. Hann
vonaði samt, að hann yrði aldrei drambsamur, og yrði
ekki kallaður til Edinborgar fyrstu tvö árin að minsta
kosti. Og nú tók hann blöðin upp óttasleginn. þessa
skáldlegu byrjun með dæmum úr mannkynssögunni,
þetta yfirlit yfir nýja heimspeki með sláandi tilvitnun-
urn, þessa skorinorðu ádeilu á gamaldags skoðanir fann
hann að honum var ómögulegt að flytja. því tilheyr-
endurnir voru horfnir og að eins einn eftir með þreytu-
legt, en síungt andlit og angurblíð augu, sem mændu ó-
þreyjufull á hanp. Tvisvar vöðlaði hann ræðunni sam-
í