Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 80
an í hendi sér og sneri sér að eldinum, sem móíSursystir
hans haföi kynt, og tvisvar iðraðist hann og slétti úr
henni. Hvaö annað gat hann haft að bjúða fólki nú ?
En þá heyrði hann gegn um kyrðina í herberginu rödd:
„Tala þú gott orð fyrir frelsara þinn ! “
Næsta augnablik kraup hann fyrir framan eldstæðið
og rak mikla verkið sitt, sem koma átti Drumtochty
sókn til að skjálfa, inní miðjan rauða logann; háifbros-
andi og hálfgrátandi horfði hann á áhrifamiklu orðin :
„gyðinglegar umbúðir“ engjast saman og hverfa. þeg-
ar seinasta svarta íiygsan hvarf honum, mændi sama
andhtið á hann aftur, en í þetta sinn voru yndislegu
mórauðu augun t'ull af friði.
það var ekkert snildarverk, heldur viðvaningssam-
setningur eftir ungling, sem lítið var að sér og lítið þekti
heiminn. Að líkindum hefði ræðan gjört hvorki ilt né
gott, en hann hafði gjört sitt bezta, og hann bar það fram
sem aðra kærleiksfórn, og ég ímynda mér, að ekkert í
mannlegu lífi sé guði eins dýrmætt, hvorki fögur orð nó
fræg verk, og fórnir kærleikans.
Tunglsljósið streymdi inn í svefnberbergið hans með
silfurtærri birtu og honum fanst, að móðir hans væri hjá
honum. Rúmið hans var tjaldað hvítum reflum og stóð
þarna eins og vofa; hann mundi, að móðir hans hafði
kropið við hlið þess á hverju kvöldi og beðið fyrir hon-
um. Hann er nú drengur aftur og biður „faðir vor“;
svo kallar hann aftur: „móðir mín, móðir mín!“ og
óumræðileg vellíðun gagntekur hjarta hans.
Bær.in hans morguninn eftir var mjög stutt, en á eftir
stóð hann við gluggann dálitla stund, og þegar hann sneri
sér við, sagði móðursystir hans :
„þú verður búinn með ræðuna þína, og hún verður
]>ess verð, að eftir henui só te]^ið.“