Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 81
81
„Hvernig veiztu þat)?“
En hún að eins brosti. „Ég heyiði, að þú varst á bæn.“
þegar hann loknði lestrarherberginu sínu að sár
þennan laugardagsmorguD, gekk móðursystir hans inn í
herbergið sitt uppi á loftinu, og hann vissi, að hún fór
þangað til að biðja fyrir honum.
Stundu seinna var hann á gangi fram og aftur í garð-
inum í svo æstum hugsunum, að hann marði með fætin-
um rós, sem lá á stígnum, og þá sá hún andlit hans alt i
einu verða bjartara ; hann tiýtti sér inn í húsið, en tíndi
fyrst nokkur eilífðarblóm. ITm kvöldið fann hún þau
ofaná ræðunni hans.
Tveim stundum seinna — því enn þá var hún á
bæn og verði, jafn-trúföst við móður og son — sá hún
hann koma út og ráfa i garðinum í glöðu skapi. Mörðu
rósina tók hann upp og stakk henni í frakkann sinn;
hann losaði um fiðrildi, sem fast hafði orðið í vef, og
grúfði sig niður í blómstrandi ilmvið. þá skildi hún, að
hjarta hans var fult af kærleika, og var þess fullviss, að
alt mundi ganga vel að morgni.
þegar klukkan tók að hringja, reis presturinn upp
af knjám sér og gekk inn í herbergi móðursystur sinnar
til að láta hana skrýða sig, því það var samningur á
milli þeirra.
Hempan hans lá þar breidd út, úr svörtu ljómandi
silki, en hann settist ráðalaus niður.
„Móðursystir mín, hvað eigum við til bragðs að taka?
Ég hef gleymt spöðunum."
„En ég hef ekki gleymt þeim, Jón, og hér eru sex
pör, búin til með mínum eigin höndum, og sittu nú kyrr
meðan ég bind um hálsinn á drengnum mínuin.'1
þegar hún var búin að hagræða þeim og hann vai til
að fara, urðu þau alt í einu undur alvarleg.