Aldamót - 01.01.1898, Page 82
82
„Kystu mig, rnúðursystir! “
„Fyrir haua móður þína, og hennar guð sé með þér.“
Og svo gekk hann gegnum garðinn fram hjá ilmviðnum
og inn í kirkjuna; þar beið alt kirkjufólkið í D>’um-
tochty, sem komist gat úr rúminu, og helmingurinn af
ríkiskirkjusöfnuðinum með öndina í hálsinum.
Ég sat hjá móðursystur hans í prestskonusætinu og
ég mun ætíð verða þakklátur fyrir, að ég var við þá
guðsþjónustu. þegar vetrarríkið spennir dalinn greip-
um, legg ég á stað í ferðalög og um mína daga hef ég
veitt mörgum guðræknisathöfnum eftirtekt. Ég hef
verið í Tjaldbúðinni hans Spurgeons og séð fólk eitt
augnablikið grátandi, en annað hlæjandi; ég hef heyrt
til prestsins Liddon í Sankti Páls kirkjunni, og ómurinn
af hans háu, hreinu rödd hljómar mér enn í eyrum :
„Vakna þú, vakna þú; íklæð þig styrk þínum, Síons-
borg!“ Ég hef verið við hámessu í Sankti Péturs kirkj-
unni og staðið 1 hálfrökkrinu í dómkirkjunni í Flórens,
þar sem faðir Agostinó með þrumurödd afhjúpaði spill-
ingu nútímans. En aldrei hef ég skilið ósýnilega heim-
inn eins vel og þennan dag í fríkiikjunni í Drumtochty.
það er ekki unt að gjöra sér grein fyrir andlegum
áhrit'um; þau eru að inestu leyti eins og loftið. En hér
hjálpuðu ýms atvik tii. Manni fór undir eins að þykja
vænt um þennan unga prest, þegar hann við fyrstu guðs-
þjónustuna sína lét syngja annan sálminn, því það sýndi,
að hjarta hans var fult sonarlegri lotningu, og fjöldi við-
staddra tók þegar að blessa hann í lijarta sínu. Euginn
skozkur maður getur nokkurn tíma sungið
„Guð vorra feðra, vertu æ
guð vor, sem þeirra erum börn“
með óhrærðu hjarta. Ég var þess þegar fullviss, að
prosturinn geymdi göfugar tilfinningar í brjósti, er hann