Aldamót - 01.01.1898, Page 86
Ambátt drottins.
Eftir Matthías Jochumsson. *
„Sjá, ég em ambátt drottms!" Lúk. 1, 88.
í eyrum heyrir óminn hið unga, hreina sprund,
er engils heyrði hljóminn, og hugsar langa stund ;
af gleði hlaut að gráta at' gæzku skaparans,
og jafnan sama játa : „Sjá, ég er ambátt hans.“
Hvað merkja mun sú kveðja, <5, mildi drottinn hár?
Vill guð mig svo mjög gleðja? eða geymir þetta tár ?
Ei skipan guðs má skilja, svo skamt er auga manns;
en víst ég hef þann vilja, að vera þerna hans.
í honum hlýt ég hvíla, er hefur mig svo kætt,
óg efast ei né víla, þótt eitthvað mót sé stætt;
ég tek í böli’ og blíðu við boði guðs til manns,
sem hæfir þeli þýðu og þernu skaparans.
Og sæi’ ég sendiboða þá sömu koma braut,
og dýrri’ en dagsins roða hann d jásn mér legði’ í skaut:
ég mundi höfuð hneigja, því herrans skil ei veg,
og bljúg og hrærð mig beygja, því barnkind guðs er ég.
Og sjái’ ég sorgarboða í sal minn ganga inn,
sem birti böl og voða, svo brynni tár á kinn:
KmI ^juu/k. “y/ &/*■