Aldamót - 01.01.1898, Page 88
Bindindi.
Eftir Jón Bjaknason.
Prédikan fiutt í Pyrstu lútersku kirkju í Winnipeg á fyrsta
sunnudag í aðventu (28. Növ.) 1897.
(Guðspjall dagsins : Matt. 21,1—9, og pistill dagsins :
Róm. 13, 11—14.)
Inn á ársþing kirkjufélags Vors, þaö er haldiö var
síöastliðið sumar, kom nokkurskonar áskoran eða
beiðni frá hinu alkunna og vítt útbreidda ,, kristilega
kvenfélagi til stuönings bindindi“ (Womerís Christian
Tenvperance Union) um það, að kirkjuþingið mælti
meö því, aö prestar safnaða vorra vekti athygli al-
mennings á bindindismálinu í prédikunum sínum á
þessum degi, fjórða sunnudegi í Nóvembermánuði.
Kirkjuþingið samþykti, að þessi áskoran skyldi tekin
til greina. Og samkvæmt þeirri ályktan hef ég í þetta
skifti ásett mér að tala um þetta sérstaka efni, bind-
indismálið, í ljósi kristindómsopinberunarinnar.
En þaö er til í kirkju vorri önnur ályktan, miklu
miklu eldri, um það, hvaö vera skuli aöalefnið í pré-
dikunum þeim, sem kennimenn safnaðanna flytja fólki
á þessum degi. því dagurinn í dag er kirkjulegur
merkisdagur, sem stendur að nokkru leyti alveg einn í
sinni röð á meöal allra drottinsdaganaa á árinu. I