Aldamót - 01.01.1898, Page 90
éó
þv( aö engu leyti komiö í bága við hið gamla fastá-
kveöna prógramm fyrir þennan kirkjulega merkisdag,
þó að þetta sérstaka efni, bindindismálið, væri nú
dregið fram í prédikaninni.
Ég ætla fyrst að leiða athygli yðar allra, tilheyr-
endur mínir, að nokkru, sem stendur í guðspjallinu.
Um leið og frelsarinn býður hinum tveim lærisveinum
að fara til þorpsins Betfage og sækja þangað hin tvö
dýr, sem hann þurfti á að halda til innreiðarinnar í
Jerúsalem, þá tekur hann þetta fram: ,,En segi ein-
hver nokkuð til yðar, þá segið, að herra ykkar þurfi
þeirra við, og þá mun hann jafnsnart láta þau laus. “
Hin konunglega, en jafnframt hógværa og lítilmótlega
innreið Jesú til Jerúsalemsborgar forðum fám dögum
áður en hann kastaði sér út í píslirnar og krossfesting-
dauðann jarteiknar æfinlega fyrir kristnum lýð hina
andlegu komu hans til kristins safnaðar, eða, sem er
hið sama, uppfylling þessara bænarorða í faðir-vorinu:
,,Til komi þitt ríki!“ Æfinlega, þegar hann kemur,
æfinlega, þegar boðskapurinn guölegi útgengur til synd-
- ugra manna um það, að hann sé á ferðinni, til þeirra
komandi með sína náð, frelsanina og sáluhjálpina,
fylgir þeirri komu eða þeim boðskap heilög, guðleg
krafa til allra um það, að þeir verði að láta svo og svo
mikið laust við hann, sleppa því, slíta það frá sér,
kasta því burt. því að öðrum kosti fái þeir ekki notið
komu hans, ekki þegið þá frelsan, sem hann hefur
meðferðis, ekki glaðst af náðinni hans og fagnaðar-
boðskapnum hans, ekki í neinni alvöru þakkað fyrir
þá blessan, sem hann komandi réttir að ósjálfbjarga
syndugum mönnum hér á jörðinni. Frelsarinn gekk
út frá því eins og nokkru sjálfsögðu, að öspunni og