Aldamót - 01.01.1898, Page 91
ösnufolanum myndi af eigendunum verða slept við
hina tvo útsendu lærisveina óSar en þeir fengi aö vita,
að hann, herrann þeirra og meistari, þyrfti þeirra viö,
Og hann gekk út frá því sem sjálfsögöu fyrir þá sök,
alveg vafalaust, að hann vissi, að líka þeir, eigendur
dýranna, trúðu á hann, höfðu líka í hjartans alvöru
gjörst hans lærisveinar. Allir slíkir eru æfinlega við
því búnir, að verða að láta alt þaö laust við hann, sem
honum þóknast af þeim að heimta. það, sem við
þetta sérstaka tækifæri var heimtað í hans nafni sem
hjálparmeðal við innreiðina í Jerúsalem, er vitanlega
reglulegasta smáræði. En þetta smáræði verður að
stóratriði, þegar þess er gætt, að það jarteiknar sér-
hvað eina, bæði stórt og smátt, sem drottinn heimtar
af oss mönnunum að látið sé við hann laust sem skil-
yrði fyrir því, að ríkið hans fái til vor komið eða vér
út af komu þess fáum notið hinnar frelsandi náðar
hans. En sérstaklega verður smáræðið að stóratriði,
þegar um það er hugsað, að sumir gjöra svo stórt númer
úr jafnvel hinum smæstu sjálfsafneitunarkröfum, sem til
þeirra koma úr kristindómsins átt, að þeir út af þeim
einum láta til æfiloka fyrirberast fyrir utan dyrnar á
guðs ríki, eða láta þær kröfur, þótt þeir einu sinni hafi
átt þar heima, verða til þess að gjöra vist sína þar ó-
mögulega og koma sér til þess að leita þaðan útgöngu.
þegar þú, maður, neitar drotni þínum um að láta
laust við hann eitthvert smáræði, sem hann af þér
heimtar, fórna einhverri smáfórn, sem þú ert beðinn
um í hans nafni, þá er það æfinlega hið alvarlegasta
stóratriði; því það getur hvenær sem vill þýtt það, að
þú sért að útiloka þig úr guðs ríki, eða hindra út-
breiðslu þess með hinni frelsandi náö guðs og sáluhjálp-