Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 93
hínni himnesku dýrö og sælu til þess að lifa heilögu
fórnarlífi og deyja kvaladauöa krossfestingarinnar,
heilögum friöþægingardauða, hér niðri á jörðinni, svo
hin synduga kynslóð mannanna fái frelsast. það er
kærleikur, sjálfsafneitan, bindindi. Vér trúum á bind-
indi hjá guði. Og vér trúum á bindindi hjá öllum
lærisveinum frelsarans eins og sjálfsagðan ávöxt af
bindindinu hans, fórnargjörðinni hans.
Á hið fyrra erum vér mintir með sögunni allri uin
innreið Jesú til Jerúsalemsborgar, haldandi því föstu,
að með þeirri innreið kastaði hann sér fyrir fult og
alt út í ofsóknirnar, píslirnar og dauðann. Og á hið
síðara erum vér mintir með þessum orðum úr sömu
sögunni: ,,og þá mun hann jafnsnart láta þau laus. “
Guðspjallið á fyrsta sunnudag í aðventu er þá í sann-
leika bindindisguðspjall. En þó snertir pistill dagsins,
hin lexían, senr útvalin hefur verið af kirkjunni endur
fyrir löngu fyrir fyrsta dag kirkjuársins, úr 13. kap.
Rómverjabréfsins, enn þá meir beinlínis bindindis-
málið. því um leið og postulinn þar með heilöguin
anda yfir sér minnist þess, að nóttin sé umliðin og
dagurinn í nánd, heiðindómsnóttin langa, ömurlega að
þoka fyrir dagsbirtu kristindómsopinberunarinnar,
kemur hann fram með ýmsar hátíðlegar áskoranir til
allra lesenda og heyrenda bréfs síns eins og nokkuð
alveg sjálfsagt í sambandi við þau andlegu tímamót:
„Leggjumþví af verk myrkursins og íklæðumst her-
klæðum ljóssins. Framgöngum sómasamlega eins og
á degi, ekki í ofáti eða ofdrykkju, ekki í saurlifnaði né
munaðarlífi, ekki í þrætu né öfund; heldur íklæðizt
drotni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu til
að æsa girndir. ‘ ‘ það geta allir heyrt, að jietta er