Aldamót - 01.01.1898, Page 95
95
fullkomnasta bindindi, sem unt er aö hugsa sér. Og
slíkt bindindi var óhætt aö prédika öðrum, sjálfsagt að
prédika öllum mönnum um leið og hann kallaði þá inn
í guðs rílci og boðaði ]>eim komu hins nýja náðarárs.
En ég er enn J?á ekki kominn að því, sem í dag-
legu tali manna nú á tírnum er kallað bindindi; því
svo sem yður öllum er kunnugt er vanalega með því
orði nú að eins átt við ]?að, að halda sér frá einni sér-
stakri líkamlegri nautn, nautn víns eða áfengra drykkja.
Bindindi er, eins og ég skal bráðum nákvæmar gjöra
grein fyrir, biblíulegt, kristilegt orð, en í hinum gamla
skilningi, hinum upphaflega skilningi, hefur það miklu
miklu víðtækari merking en nú alment er í það lögð í
daglegu tali almennings. Orðið er nú í meðvitund
manna, líka kristinna manna, sem trúa á boðskap
biblíunnar eins og guðs orð og játa, að hann sé eina
áreiðanlega reglan fyrir líf manna, búið að fá miklu
þrengri merking en áður, svo þrönga, að það nær að
eins til eins einasta bindindisatriðis. Og svo fer því
víst ekki mjög fjarri, að sumir, til þess ekki að segja
margir, svo kallaðir bindindismenn — í hinum nýja
skilningi orðsins — sé búnir að gleyma því, að kristnir
menn sé af guðs orði skyldaðir til að vera að nokkru
öðru leyti í bindindi en að því, er snertir nautn áfengra
drykkja. Og þeir hinir sömu menn hafa þá líka aug-
sýnilega sterka freisting til að telja sig hafa rækt aðal-
skyldu kristindómsins, að því, er til lífernisins kemur,
ef þeir að eins fást til þess að vera í vínbindindi. þetta
er nú meir en lítið slæmt, hin háskalegasta villa, sem
þá og þegar getur leitt til þess, að menn óafvitandi
missi frá sér kristindóminn, detti út úr guðs ríki. En
á hinn bóginn liggja eðlileg söguleg rök að því, að hiö