Aldamót - 01.01.1898, Page 98
98
sakrament var innsett af Jesú Kristi. ,, þetta er minn
líkami ‘ ‘ — segir hann um leið og hann réttir brauðið
að lærisveinum sínum. Og ,,J>etta er mitt blóð“ eða
,,kaleikur hins nýja sáttmála í mínu blóði“— um leið
og hann gefur þeim hverjum fyrir sig að drekka af
vínbikarnum. Svo það, sem helgast er af öllu í hinni
kristnu trú vorri, er einmitt af drotni sjálfum knýtt
við þann líkamlega, jarðneska hlut, sem heitir vín.
En sjáið nú, vinir mfnir, enn þá einu sinni, hvað mjótt
er mundangshófið. Sjáið, hve varlega þarf að fara
hér í syndugum heimi. Sjáið, hve nærgöngull freist-
arinn er lærisveinunum lausnarans, hvernig hann get-
ur notað sumt hið bezta af því, er drottinn hefur lagt
mönnum upp í hendurnar, til þess að tæla þá út í synd,
ógæfu og eymd, svo framarlega sem þeir ekki vaka
biðjandi yfir sjálfum sér. Freistarinn birtist eins og
ljóssins engill, þegar hann er að byrja sitt eyðilegg-
ingarverk í lífi mannanna. Og sérstaklega gjörir hann
það, þegar maðurinn í upphafi er að leiðast inn í löst
ofdrykkjunnar. það er þá að eins hugsað um það að
verða glaður. En áður en nokkur veit af eru einatt
takmörk gleðinnar, hinnar saklausu gleði, yfirstigin.
Og syndin og sorgin, ánauðin og eymdin, ný synd, ný
sorg, ný ánauð, ný eymd, koma í staðinn fyrir gleðina.
það er til önnur mynd freistarans. Hann gengur um
kring sem öskranda ljón, leitandi að þeim, sem hann
fái gleypt. Og aldrei kemur þessi mynd hans eins
greinilega út eins og þegar menn eru lengst komnir út
á hina ömurlegu braut ofdrykkjunnar.
Ég leiði algjörlega hjá mér að lýsa eymdarástandi
ofdrykkjumannsins. En þar á móti vil ég minna á
það, að þar sem um ofdrykkjuna er að ræða, þá er þar