Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 100
100
starfsemin nú er oröin, þá er jafnframt nauðsynlegt aö
hafa það hugfast, að j?að má líka fara illa og syndsam-
lega með þetta góða mál, bindindismálið, og það með,
að vitanlega er áyfirstandanditíð býsna mikið af óheilsu-
samlegum, rammskökkum og ókristilegum kenningum
j?ví máli viðvíkjandi, kenningaöfgum, sem í staðinn
fyrir að styðja að því, að frelsarinn fái innreið haldið
til hinnar andlegu borgar sinnar hér á jörðu, kristilegr-
ar kirkju, beinlínis hefta komu hans, eða, sem er hið
sama, útiloka menn frá hinni frelsandi náð hans. það
rná einatt heyra þá staðhæfing til nútíðarinnar bind-
indisprédikara, að vínnaut sé f sjálfu sér,og þess vegna
æfinlega, syndsamleg, og vínbindindi þar af leiðandi ó-
hjákvæmileg, æfinleg skylda allra kristinna manna.
það er reynt til að styðja þessa kenning með biblíunni
á þann hátt að telja mönnum trú um, að vín það, er
frelsarinn hafði við innsetning kvöldmáltíðarsakra-
mentisins, og sömuleiðis það vín, er hann framleiddi á
vfirnáttúrlegan hátt í brúðkaupssamkvæminu í Kana,
hafi verið áfengislaust vín, vín, sem því alls ekki hafi
neitt átt skylt við hina áfengu drykki, er menn bæði á
fyrri og síðari tímum hafa neytt í óhófi sjálfum sér og
öðrum til skammar og skaða. En þetta er alveg tek-
ið úr lausu lofti, jafn-ósatt eins og bindindiskenningin,
sem út af því er leidd. Með ósannindum má aldrei styðja
bindindismálið, hvorki þessum ósannindum né neinum
öðrurn. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Sannleik-
urinn er sá, að Jesús Kristur sjálfur, þó að hann væri
hinn heilagi guðmaður sjálfsafneitunarinnar, var ekki
bindindismaður í þeim skilningi, sem nú er oftast nær
í það orð lagður, og varð einmittsökum þess hjá hinum
hræsnisfullu mönnum með farísea-réttlætinu fyrir því