Aldamót - 01.01.1898, Side 102
102
allsstaöar, sem nokkrar minstu líkur eru fyrir því, aö
menn með sinni vínnautn veröi öörum að fótakefli, ]?eim
til falls og eyðileggingar. Frá þessu sjónarmiöi er æfin-
lega sjálfsagt að prédika bindindi, -—ekki eigingirn-
innar og verkaréttlætisins bindindi, heldur ]?að bind-
indi, sem bygt er á frelsinu í Jesú Kristi, bindindi
kristinnar auömýktar og kristilegs kærleika. Og alla
þá bindindisstarfsemi er heilög skylda kristins safnaðar
að styðja af fremsta mætti.
En munið í guðs bænum allir eftir því, að þegar
í nýja testamentinu orðið bindindi er nefnt á nafn, þá
hefir það æfinlega miklu víðtækari merking en ]?að að
halda sér frá nautn áfengra drykkja. Og merkingin
er þessi: að hafa stjórn á sjálfum sér, að halda girnd-
unum í skefjum, að hafa taum á öllum sínum náttúr-
legu tilhneigingum, líka andspænis J>eim hlutum, sem
í sjálfu sér geta verið og eru algjörlega saklausir. Ég
skal benda á aðalstaðina í nýja testamentinu, þar sem
þetta orð — bivdindi—kemur fyrir: I Gjörðabók post-
ulanna (24, 25) segir svo: ,,En er Páll kom á tal um
réttlæti, bindindi og hinn tilvonanda dóm, skelfdist
Felix og mælti: ,Far burt að sinni, en þegar ég fæ
tóm, mun ég láta kalla þig aftur*. “ Hann fékk aldrei
]?að tóm, eða hann tók sér ]?að aldrei. Hann vildi
ekki heyra meira af bindindiskenningunni postulans —
sjálfsafneitunarkröfum kristindómsins. I Galatabréf-
inu (5, 20) stendur þetta: ,,En ávöxtur andans er
kærleiki, gleði, friðsemi, langlundargeð, góðlyndi, góð-
vild, trúmenska, hógværð, bindindi. “ Og í öðru bréfi
Péturs (1, 6) kemur svo látandi áminning frá }?eim
postula: ,, Auðsýtiið í trú yðvarri dygðina, en í dygð-
inni þekkinguna, en í þekkingunni bindindið, en f bind-