Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 103
103
indinu þolinmæðina, en í þolinmæöinni guöræknina, en
í guörækninni bróöurelskuna, en í bróöurelskunni elsk-
una til allra. “ — Kærir tilheyrendur, styöjið bindindi
í nútíðarinnar vanalega skilningi, en umfram alt veriö
bindindismenn í hinum víötæka nýja testamentis skiln-
ingi. Hafið allir stjórn á sjálfum yöur. Látið ekki
hinar náttúrlegu tilhneigingar gjöra yöur að ánauðug-
um syndaþrælum. Vakiö viö ljós guðs orðs yfir yður,
svo ]?ér ekki fallið í freistni, svo að nautn hinna jarö-
nesku hluta, sem í sjálfu sér eru saklausir, ekki verði
yður til syndar, eyðileggingar og fordæmingar. ,, Aliö
ekki önn fyrir holdinu til að æsa girndir. ‘ ‘ Og hugsið
ekki hver út af fyrir sig eingöngu um sjálfa yður. Og
hugsið jafnvel ekki fyrst og fremst um sjálfa yður.
Hugsið um þá, sem drottinn hefur gefiö yöur til þess aö
elska. Verið kærleikans menn, ekki að eins í orði
kveðnu, heldur í verki og sannleika. Verið sjálfsaf-
neitunarinnar menn, ekki að eins yðar eigin velferðar
vegna, heldur líka, og það jafnvel umfram alt, vegna
samferðamanna yöar bæði hinna yngri og eldri. Hjálp-
ið með dæmi yðar öðrum til j?ess að stjórna sjálfum
sér. þér, sem kallast getið sterkir, hugsið í guðs
bænum um þá, sem eru veikir. Gjörist í Jesú nafni
með þeim veikir, eða eins og þér væruð veikir. Lærið
allir að verða fúsir til að sleppa því öllu frá yður, sem
drottinn heimtar að slept sé, frelsismálefninu hans til
stuðnings, ríkinu hans til útbreiðslu.
Vér biðjum ávalt, þegar vér höfum faðir-vorið
yfir opinberlega eða í einrúmi: ,,Tilkomi þittríki!“
Og vér erum sérstaklega kvaddir til að biðja um það
nú í kirkjuársbyrjan með guðspjallið um innreið Jesú
til Jerúsalem fyrir oss. Vinir mínir, látið þá bæn ekki