Aldamót - 01.01.1898, Page 105
Tíðareglur kirkju vorrar.
það er nú orðin tízka að lítilsvirða alt, sem íorm
kallast. Menn velja því oft og tfðum ýms háðungar*
nöfn, kalla það dauðan bókstaf, kreddur og hégiljur,
sem skynsömum mönnum sé minkun að hafa um
hönd. Einkum eru það þó hin kristilegu form, sem
mönnum er orðið illa við. Margir kalla nú skírn og
kvöldmáltíð eintóm form, ekki einungis þeir, sem sagt
hafa skilið við kirkjuna og kristindóminn, heldur jafn-
vel ýmsir, sem teljast í hópi trúaðra manna. Hin
sameiginlega guðsdýrkun kristinna manna í kirkjunum
á helgum dögum er þá líka af mörgum álitin tómt form
og þarflaus kredda; menn geti verið alt eins vel kristn-
ir fyrir ]?ví, þótt ]?eir sjaldan eða aldrei ræki helgar
tíðir.
En nú er það svo, að allir hlutir verða að hafa
eitthvert form og engin mannleg athöfn má án þess
vera, er vér svo köllum. því formið er hin ytri lögun
eða mynd hlutanna, búningurinn, sem vér klæðum
hugsanir vorar og athafnir í. Efnið verður ætíð að
taka sér einhverja mynd; hugsanir vorar og athafnir
mega eigi framar án búningsins vera en sálin án líkam-
ans. Allir leggja kapp á að vanda mál sitt. Ekkert
koma nútíðarinnar íslendingap sér eins vel saman um