Aldamót - 01.01.1898, Síða 106
106
og það, hve áríðandi J?að sé fyrir oss alla aö rita vand-
að mál. En málið er ekkert annað en form, búningur
hugsana vorra, skikkjan, sem andi vor varpar yfir sig,
þegar hann kemur til dyranna. Formið er eftir því
fegra og fullkomnara, sem því tekst betur að láta hugs-
unina eða athöfnina ná rétti sínum, verða ljósa og
skiljanlega.
Ur því nú allir hlutir verða að hafa eitthvert form,
hlýtur líka sú athöfn, sem er hátíðlegri og helgari en
hver önnur, að hafa sérstakan og ákveðinn búning.
Guðsdýrkun mannanna er hin hátíðlegasta og alvarleg-
asta athöfn, sem unt er að hugsa sér. Frá alda öðli
hafa menn því leitast við að gefa henni eins sannan,
fagran og göfugan búning og þeim hefur frekast verið
unt. Frá alda öðli hefur kirkjan viðurkent, að sjálft
guðsþjónustuformið hefur stórmikla þýðing fyrir guðs-
dýrkun kristinna manna.
Islenzka kirkjan átti eitt sinn miklu fegra og full-
komnara form fyrir guðsþjónustu sinni en það, er hún
nú hefur. það er grallarasöngurinn gamli. En ís-
lenzka kirkjan gáði þess ekki að láta hann fylgja tím-
anum; málið breyttist og batnaði. En málið var látið
óbreytt á þessari helztu guðræknisbók ísl. alþýðu,
grallaranum. Svo varð hún smámsaman leið á henni
og hélt, að alt í henni væri orðið úrelt og á eftir tím-
anum. En það var misskilningur. Kjarninn var eins
góður og göfugur, hve margar aldir sem liðu. Ef
málið og skáldskapurinn hefði hvorttveggja verið fág-
að og fullkomnað eftir smekk og þekking hverrar kyn-
slóðar, hefði alt farið vel. íslenzka kirkjan hefði þá
þann dag í dag átt meira af því guðsþjónustuformi,
sem fegurst er og göfugast í kristninni. það, sem hún