Aldamót - 01.01.1898, Page 107
107
nú á eftir, er einungis beinagrindin. En þótt svona
færi, var það meiri vorkunn en margt annað. Svona
fór um öll norðurlönd.
Eins og kunnugt er fylgdi Lúter og samverka-
menn hans þeirri reglu, að geyma og varðveita alt það
af arfleifðinni frá katólsku kirkjunni, sem ekki væri
guðs orði gagnstætt, né kæmi í bága við evangeliska
kenning. Til þess nú að koma þessu heim, varð auð-
vitað ýmsu að breyta við guðsj?jónustuna í kirkjunum.
Prédikun guðs orðs var aftur gjörð að einu af aðalat-
riðum guðsþjónustunnar eins og verið hafði í fyrstu
kristni. Yms atriði voru numin úr gildi, eins og t. d.
ýmislegt, sem stóð í sambandi við nautn kvöldmáltíð-
arinnar. En í öllum aðalatriðum fylgdi lúterska
kirkjan því guðsþjónustuformi, sem unnið hafði margra
alda hefð í kirkjunni og er í sjálfu sér eitt af meistara-
verkum mannsandans. Eins og fagnaðarboðskpur sá,
er lúterska kirkjan flutti út um löndin, var sá hinn
sami, sem fluttur var af Kristi og postulum hans, en
ekki neitt nýtt af mannlegum toga spunnið, eins
var líka það guðsþjónustuform, sem lúterska kirkjan
tók upp, ekki neinn nýgjörvingur, heldur hinn gamli
og göfugi búningur, sem skapast hafði í fornkirkjunni,
rneðan hjörtun voru heit af þeirri trú, sem þá var að
leggja heiminn að fótum sér. En svo breyttust tfm-
arnir í lútersku kirkjunni. Atjánda öldin kom og með
henni trúarlegur kuldi og margvíslegur misskilningur.
þá var farið að gjöra svo lítið úr kraftaverkunum, að
guðdómur frelsarans varð að engu. þá misskildu menn
einnig hið gullfagra guðsþjónustuform, sem tekið hafði
verið í arf frá feðrunum. þá var farið að lima það f
sundur; eitt atriði var felt úr á fætur öðru, þangað tij