Aldamót - 01.01.1898, Page 108
108
ekkert var sumstaöar eítir nema sálmar og prédikun.
Á noröurlöndum létu menn sér nægja með kollektur,
pistla og guðspjöll, auk sálmanna og prédikunarinnar.
Nú um nokkurn undanfarinn tíma hefur töluverð
hreyfing átt sér stað hvervetna í lútersku kirkjunni í
þá átt að leiða aftur til öndvegis hið gamla og göfuga
guðsþjónustuform, sem hún átti á gullöld sinni og
nasagreind átjándu aldarinnar afbakaði. Sú hreyfing
hófst á þýzkalandi og gekk þaðan til Ameríku og norð-
urlanda. I Norvegi og Svíþjóð hefur um langan und-
anfarinn tíma verið að því starfað af ýmsum vitrustu
mönnum kirkjunnar, að endurbót gæti komist á, að
því er tíðareglurnar snertir. Hefur þetta lofsverða
starf borið þann ávöxt, að þjóðkirkjur beggja landanna
hafa eignast nýtt guðsþjónustuform, þar sem helztu
atriðunum, er úr höfðu verið feld, er aftur bætt við og
tíðareglurnar þannig færðar miklu nær hinu uppruna-
lega. I Danmörku átti töluvert sterk hreyfing í sömu
áttina sér stað, en því miður strandaði hún þar fyrir
einum tólf árum síðan, en rís sjálfsagt upp aftur þá og
þegar. Hið blómlega kirkjulíf, sem þar á sér stað á
yfirstandandi tíð, hlýtur áður en mjög mörg ár líða
að ummynda hið fátæklega guðsþjónustuform dönsku
kirkjunnar og búa það aftur í forna dýrð, þótt hin
kirkjulega flokkaskifting, sem er þar í landi, verði þess
ef til vill valdandi, að það dragist eitthvað.
Ég get eigi annað en skoöað það sem anga af
þessari sömu hreyfing, að á íslandi hefur um nokkur
undanfarin ár töluvert verið hugsað um breyting á
handbók presta. Nefnd nokkurra helztu guðfræðinga
landsins hefur verið starfandi um nokkur ár að þessari
endurbót og héraðgfundirnir hafa verið að samþykkja