Aldamót - 01.01.1898, Page 109
iöo
meira og minna ringlaöar breytingartillögur. I fyrra
sumar var lagt fram á synódus í Reykjavík ,,frumvarp
til endurskoöaðrar handbókar fyrir presta og til breyt-
inga á kirkjurítúalinu“. Var það árangurinn af starii
nefndarinnar fram aö þeim tíma. Svo var tveimuV
mönnum bætt viö í nefndina, er sýndi, aö þessari end-
urskoöun var ætlað aö halda áfram.
Nefndin ræöur til, aö tvennir guöspjallatextar séu
teknir upp í viöbót viö hina gömlu. Liggur í augum
uppi, aö þetta er stór og þýðingarmikil endurbót og
sýndist vera sjálfsögð þegar fyrir nokkru síðan, þar
sem hún var komin á í dönsku kirkjunni. þaö er
margt, sem mælir meö því. Söfnuöurinn fær miklu
meiri kynning af guöspjöllununr, presturinn meiri æfing
í aö skýra fleiri kafla guös orðs, og hlýtur J?að að veröa
til blessunar bæði fyrir prest og söfnuð. En ekki skil
ég, hvers vegna ekki voru valdir tvennir pistlatextar um
leið. Með því er bréfum postulanna og hinum öörum
bókum biblíunnar, er lexíur hafa verið teknar úr,
óverðskuldaður vanheiður sýndur. Eða hvernig er
því annars variö? Er aldrei prédikað út af þessuin
pistlum, sem vér nú höfum, í íslenzku kirkjunni? Er
þaö komiö úr móö að leggja út af ]?eim? það væri
fróðlegt að vita, hvernig þessu er varið, og hvort menn
hugsa sér að slá þeirri reglu fastri, að nú skuli hér eftir
ekki talað út af öðru guðs orði en þessurn guöspjalla-
textum í ísl. kirkjunni. — Annars skal ég ekki frekar
fara út í þetta textaval. Síra Jón Bjarnason hefur
gjört það svo rækilega í Sameiningunni, og er ég öllu
því að flestu leyti alveg samdóma.
Kollelcturnar eiga framvegis að vera þær sömu og
pú eftir tillögum nefndarinnar. En það eru bænir,