Aldamót - 01.01.1898, Síða 110
iió
sem presturinn flytur fyrir altari, og er ein slík bæn
fyrirskipuS á undan pistli, sérstök fyrir hvern helgidag.
Kollekta þýöir: sameiginleg bæn, af því hún á aö vera
borin fram fyrir guö af prestinum og söfnuðinum í sam-
eining. Kollekturnar, sem vér höfum, eru ekki gaml-
ar í íslenzku kirkjunni. þær eru aö eins jafn-gamlar
endurskoöun Péturs biskups Péturssonar á handbókinni
(1869 og 1879) og eldri ekki. Til þess tíma höföum
vér einlægt haft hinar gömlu kollektur katólsku kirkj-
unnar, sem þýddar höfðu veriö á vora tungu á siöbót-
aröldinni, -—- fáeinar aö eins feldar úr, sem eitthvað
voru athugaveröar frá evangelisku sjónarmiði. Frá
því ísland varð kristið og fram yfir miöja þessa öld
höfðu þessar bænir verið fluttar í kirkjunum á íslandi.
þessar bænir eru sameiginleg eign allrar kristninnar.
þær eru nú fyrst og fremst hvervetna viðhafðar í kat-
ólsku kirkjunni um alla heim. Auk þess tók enska
kirkjan þær upp í sína Book of Common Prayer og flyt-
ur þær við hverja guðsþjónustu. í lútersku kirkjunni
eru þær nú viðhafðar víðast á þýzkalandi, í Svíþjóð
og hér í Ameríku. þar sem nú þessar kollektur höfðu
varðveitst í ísl. kirkjunni fram á vora daga, áttum vér
íslendingar dýrmætt einingarinnar teikn, er tengdi oss
við hina almennu kristilegu kirkju. ' Meðal kristinna
manna er eigi of margt af slíkum teiknum, heldur mik-
ils til of fátt. Og þegar forsjóninni hefur þóknast að
láta eitthvert slíkt teikn varðveitast svo lengi í kirkju
einhverrar þjóðar, jafnvel þó aðrir vitrari og voldugri
hafi tapað því, er mjög raunalegt, þegar því þá er varp-
að fyrir borð öldungis að ástæðulausu, án þess nokkurt
tilefni sé til þess. Islenzka kirkjan misti einn af fjár-
sjóöum sínum, þegar hún hætti við gömlu koilekturnar