Aldamót - 01.01.1898, Síða 112
fyrir misskilning og fékk aftur aðrar, sem ekki eiga
nærri því eins vel við alla tíma og fullar eru af oröatil-
tækjum, sem nú láta fremur illa í eyrum. En þrátt
fyrir þessa tilbreyting í Danmörk fær íslenzka kirkjan
leyfi til aS halda áfram meS gömlu kollekturnar, sem
Ólafur Hjaltason biskup (1552—1569) aS líkindum
hefur jn'tt, þangaö til þeim var rýmt út eftir miSja
þessa öld, öldungis tilefnislaust.
HvaSan eru þá kollekturnar, sem nú standa f ísl.
handbókinni? þær eru flestar smíöaöar upp úr kollekt-
um dönsku kirkjunnar, eftir því sem ég bezt get fundiS.
J)ær eru þeim aö sönnu svo ólíkar, aS fyrst sýnast
manni þær öldungis aörar vera, en viö mjög nákvæm-
an samanburö kemst maSur aö þeirri niöurstööu, aS
þaS sé ofur lítiö brot af hinum dönsku. Pétur biskup
hefur fundiS, aS orSrétt þýSing mundi láta illa í eyrum
íslendinga, og er ég honum samdóma í því, hvort sem
nú kollektunum eSa eyrunum er þar um aS kenna.
þess vegna hefur biskupinn tekiö eitt eöa tvö atriöi úr
hverri kollektu, eins og þegar rifiö var tekiö úr síSu
mannsins forSum, og myndaö af því nýja. En naumast
veröur sagt, aö honum hafi tekist eins vel, því afliö og
andagiftin í dönsku kollektunum hefur horfiS; þær eru
aö eins skuggar af því, sem þær eitt sinn voru, hvorki
heilar né hálfar; eru eigi samdar eftir þeim reglum,
sem fornkirkjan setti; hafa hvorki á sér hinn klassiska
blæ fornaldarinnar, né hinn einkennilega blæ, sem
heyrir siöbótaröldinni til.
þ)ær kollektur, sem vér nú höfum, erum vér því
eiginlega einir um. þaö er ekki hægt aö segja, aS vér
tökum undir meö neinum öörum, þótt vér höfum þær
vfir- |Jví þótt unt sé aö rekja ætterni þeirra vjS pé-