Aldamót - 01.01.1898, Page 114
ingarnar eru svo óverulegar og þýöingarláusar, áð þær
gjöra hvorki frá né til. Bænirnar á undan og eftir
prédikun hafa verfð ofur lítið auknar, og kann það að
sýnast fremur til bóta. En álitamál er, hvort rétt er
að vera að þess háttar breytingum, hvort það er heppi-
legt, hvort vér eigum eiginlega með það. þessar bænir
eru annars einkennilegar að eins fyrir dönsku og norsku
kirkjuna. I Svíþjóð eru þær ekki hafðar. Fyrst eftir
siðaskiftin var guðsþjónustan í Danmörk byrjuð eins
og títt hafði verið í katólskum sið með introitus eða
messuupphafi, sem var eitt eða fleiri vers úr biblíunni,
helzt Davíðs sálmum, er sungið var með sérstöku lagi
af söfnuðinum meðan presturinn baðst fyrir í kyrr-
þey; var sérstakt messuupphaf fyrir hvern helgan dag,
og töluvert af hinum guðdómlegu ljóðum Israels þann-
ig fléttað inn í guðsþjónustuna. En árið 1640 nam
Kristján konungur IV. allan latneskan kirkjusöng úr
gildi, í stað þess að láta þýða hann á danska tungu,
sem verið hefði hið eina rétta. Voru þá í staðinn fyrir
þessi meásuupphöf settar þessar tvær bænir fyrir og
eftir messugjörðina, og skyldi djákni eða meðhjálpari
flytja þær í kórdyrum. Eru bænir þessar ekki frum-
samdar af neinum dönskum manni, en teknar upp úr
þýzkum handbókum, þar sem þær standa eins og aðrar
kollektur, og hefur höfundum þeirra alls ekki til hugar
komið, að þær yrðu hafðar á þessum stað í guðsþjón-
ustunni, því þannig mun messugjörð hvorki byrjuð né
enduð neinstaðar á þýzkalandi. það var nýung, sem
hvergi var innleidd nema í löndum Dana, Danmörk,
Norvegi og Islandi. það er eitt, sem mælir með þeim,
og það er, að djákninn eða meðhjálparinn les þær upp
eins og nokkurskonar fulltrúi safnaðarins. Safnaðar-