Aldamót - 01.01.1898, Page 115
115
fólkiS tekur á þann hátt ofur lítinn þátt í guðsþjónust-
unni. En sá þáttur er svo lítill og óverulegur, að hann
mætti gjarnan falla burt. í flestum söfnuðum flytur
ekki meðhjálparinn bænir j?essar á þann hátt, að það
sé til að auka guðræknistilfinning safnaðarins, heldur
verður það miklu oftar til hins gagnstæða, fremur til
að fæla menn frá guðsþjónustunni, en til að laða menn
að henni, fremur til að vekja hálf-gjört hneyksli í
hjarta manns en til að kenna manni að biðjast fyrir.
Reynslan er þessi hvervetna, þar sem ég þekki til, og
það kannast víst flestir við. Vér íslendingar erum í
þessu efni engin undantekning. Af þessari ástæðu
ættum vér helzt að hætta við þessar bænir og láta guðs-
þjónustuna byrja og enda hjá oss eins og í fornöld.
pví að presturinn lesi þessar bænir sjálfur, eins og títt
er í ísl. kirkjunni hér í Ameríku, hefur ýmsa annmarka
og frá tíðagjörðarlegu (lítúrgisku) sjónarmiði er það
óheppilegt. Vér fjarlægjumst með því móti ofur lítið
dönsku kirkjuna, en nálgumst þeim mun meir hina al-
mennu kristnu kirkju.
pegar presturinn að lokinni prédikun á að biðja,
stendur í frumva.rpinu: ,,þá les hann þessa bæn. “
Mikið dæmalaust er þetta tes hann óhafandi; en það er
komið svo inn í huga vorn Islendinga, að vér álítum
það gott og gilt. pað heitir ekki lengur að flytja bæn
eða bera fram bæn eða biðja bæn, heldur að eins að
lesa bæn. Alveg eins, þegar presturinn ber fram bæn
frá eigin brjósti og tes öldungis ekki, þá heitir það líka
að lesa bæn. Svona er sagt frá því í mörgum kiukju-
legum fundargjörningi: „presturinn las bæn, “ þegar
hann bað frá eigin brjósti. íslenzkir prestar eru svo
lengi búnir að lesa bænir, að það er komið út úr höfð-