Aldamót - 01.01.1898, Side 116
ÍIG
inu á heilli þjóö, aö þeir eigi að flytja bænir, biðja,
tala út úr hjarta sínu, hvort sem þeir hafa nú bókina
fyrir sér eöa ekki. Látum ekki handbókina hjálpa til
aö halda þessu óheppilega orðatiltæki við. Hún ætti
heldur að hjálpa til að afnema það og minna prestana
á aö hafa bænirnar um hönd sem bænir.
Svo kemur bænin sjálf. það er hin svo nefnda
almenna kirkjubœn. A þá bæn hefur verið lögö sér-
stök áherzla í öllum kristnum kirkjudeildum og hún
þess vegna látin vera lang-lengst og fullkomnust allra
hinna fastákveðnu bæna. Um þessa almennu bæn
kirkju vorrar er það að segja, að hún er allra slíkra
bæna lang-fátæklegust, sem ég þekki, og hef ég þó
verið að kynna mér þetta eftir föngum. Allar almenn-
ar kirkjubænir hafa samdar verið eftir föstum reglum:
i. bæn fyrir allri kristninni og kirkjunni. 2. bæn um
rétta meðferð náðarmeðalanna, um frið og kyrrlátt líf
í guðsótta og siðsemi. 3. bæn fyrir andlegum og ver-
aldlegum yfirvöldum, sjúkum og sorgmæddum. 4. bæn
fyrir öllum stéttum, kristilegu heimilislífi, daglegu
starfi til lands og sjávar, sigling og verzlun o. s. frv.
I íslenzku bæninni er að eins tekið tillit til 1. og 3.
liðs, en ekkert til 2. og 4. Kirkja vor átti þó eitt sinn
miklu fullkomnari bæn en þetta, eins og sjá má á
gömlu handbókunum, þar sem vér eigum hina almennu
bæn dönsku kirkjunnar í íslenzkri þýðing. Hún er að
vísu óþarflega löng og orömörg, en víöa ljómandi fall-
eg og einstaklega viðkvæm. ,,þú, mikli faðir Ijósanna,
burtflyt aldrei þinn Ijósastjaka frá oss. Lát oss aldrei
finnast í tölu þeirra, sem elska meir myrkrið en ljósið,
heldur hjálpa, aö vér mættum jafnan með andakt
nálgast þitt hús, heyra þitt dýrmæta orð og brúka þau