Aldamót - 01.01.1898, Page 119
119
þjónustu: Bæn fyrir og -eíur, sálmur á undan og eftir
prédikun,- ræöa prestsins, bæn og blessun. þar sem
eins er ástatt og á Islandi er sjálfsagt að hafa slíka
stutta guösþjónustu í viðlögum. þótt lúterska kirkjan
hafi ætíð lagt áherzlu á að eiga fagurt og fullkomið
form fyrir tíðagjörð sinni, hefur hún aldrei gleymt að
koma því inn í meðvitund safnaðanna, að þetta form
er engan veginn neitt sáluhjálparatriði óg engin synd
drýgð með því að fella bæði eitt og annað úr, þegar
það fer betur eða sérstakar ástæður eru til. F}TÍr
mörgum Islendingum er það form, sem kirkja vor hef-
ur fylgt um langan aldur aðalatriði. Ef eitthvað svo
lítið er frá því vikið, verður öll athöfnin að ætlun þeirra
ónýt og tilbreytingin, hversu saklaus sem hún í sjálfu
sér hefur verið, vekur hneyksli. Sá hugsunarháttur
er algjörlega ólúterskur og ekkert annað en heimsku-
legur ogskaðlegur bókstafsþrældómúr, sem hvergi ætti
að eiga sér stað í kristnum söfnuði. það er dýrmætt
að eiga fagurt og fullkomið form fyrir guðsdýrkun
safnaðarins, sem ekki hefur verið fundið upp í gær,
heldur form, sem fengið hefur sögulega hefð og helgi.
En það þarf a^ð geta lagað sig eftir öllum atvikum og
kringumstæðum og eiga jafn-vel við hina fjölmennustu
guðsþjónustu og hina fámennustu. Eftir þessu hefur
lúterska kirkjan ðetíð munað og gefið fullkomið frelsi
til að viðhafa einungis hin allra einföldustu og sjálf-
sögðustu atriði, þegar kringumstæðurnar heimta það.
j)ar sem eins er ástatt og á Islandi er sjálfsagt að hafa
sem allra einfaldastar guðsþjónustur í viðlögum. Aldrei
ætti að verða messufall, þegar presturinn getur komist
til kirkju; tvo eða þrjá getur hann ætíð fengið með sér.
þótt ekki sé hægt að koma við nokkrum söng, ætti