Aldamót - 01.01.1898, Síða 121
hátíðir, sem viöhaíöir hafa verið í kirkjunni öld fram
af öld, fastákveðnir eins og pistlar og guðspjöll, og var
sjálfsagt að taka þá, en fara ekki að semja nýja. þegar
vér viljum fara að endurbæta það guðsþjónustuform,
sem nú tíðkast, ættum vér að hafa það að stöðugri
reglu að taka það eitt upp, sem áður hefur tíðkast og
enn er varðveitt í kirkju vorri, en ekki eitthvað, sem
vér tildrum upp sjálfir. Margur alvarlega hugsandi
kristinn maður kann að segja, að vér ættum öldungis
ekkert að eiga við að endurbæta tíðareglur kirkju vorr-
ar, meðan dauðinn í henni er ekki rekinn á dyr og
ekki fyrr en alt er orðið nýtt. þetta er satt að því
leyti, að aldrei ætti mönnum til hugar að koma að
semja sjálfir nein ný kirkjuleg form, þar sem svo er
ástatt. ])að má ganga út frá því sem vísu, að úr því
verði handaskol. En hitt má gjöra, að láta hið gamla
og góða í tíðagjörð fyrri alda rísa aftur upp frá dauð-
um. Og það hef ég fyrir satt, að hvervetna, þar sem
heilbrigð uppvakning til nýs kirkjulegs lífs hefur átt
sér stað, hafa menn um leið farið að kalla upp úr gröf-
um gleymskunnar hin göfugri guðsþjónustuform guð-
hræddra feðra og látið þau verða að nýju verkfæri til
að efla og styrkja kristilega safnaðarmeðvitund. Ég
vona fastlega, að það verði einnig svo hjá oss. —Víxl-
söngurinn, sem ætlast er til að fari fram eftir prédikun
samkvæmt þessu hátíðaformi (pruefutio og sanctus), á
eiginlega að eins við á undan altarisgöngu, þótt hann
sé í grallaranum sem hátíðasöngur; en það mun koma
af því,;að þá var reglan sú, áð altarisganga færi fram á
öllum Itórhátíðum, og ætti sú regla auðvitað að verða
tekin upp aftur.
Einungis tvö helgidagakvöld er gjört ráð fyrir að