Aldamót - 01.01.1898, Page 122
122
fari fram aftansöngur eða kvöldmessa í íslenzkum
kirkjum. Skyldi þá þurfa að sækja um konungsleyfi,
ef messa ætti einhverstaðar að kvöldi endrarnær? Er
hörmulegt til þess að vita, að enn þá skuli engin rödd
heyrast í þá átt, að kvöldmessur skuli teknar upp í
kaupstöðunum á Islandi, ekki einu sinni í sjálfri höf-
uðborginni. það verður aldrei neitt úr kirkjulegri upp-
vakning meðal vor, nema fjölgað verði guðsþjónustun-
um eins mikið og mögulegt er og íslenzk alþýða fari að
komast að raun um, að prestunum hennar er ant um
að messa eins oft og unt er að safna fólki saman, en
ekki eins sjaldan og hægt er minst að komast af með
til að gjöra sig ekki sekan um embættisafglöp. það
þarf að byrja með þetta í bæjunum, og þaðan á kirkju-
legur áhugi að breiðast út í stað þess, sem nú berst
þaðan út opinber afneitun og fyrirlitning fyrir helgum
tíðum.
Af því ég hef hér að ofan svo oft talað um hið
fullkomna guðsþjónustuform lút. kirkjunnar, vil ég nú
gefa þeim hugmynd um það, sem ekki þekkja það, eins
og það er í fegurstri og upprunalegastri mynd.
(Þegar hriugt hefur verið í síðasta sinui og söfnuðuriun all-
ur er kominn saman í kirkjunni, byrjar presturinn guðsþjón-
ustuna, standancli iyiir altari, með þvi að segja:)
1. I nafni guðs föður, sonar og heilags anda.
Söfnuðurinn: Amen.
2. (Syndajátning.)
Prenturinn: Elskanlegir!, Látum oss nálgast
drottin með einlægu hjarta og játa syndir vorar
fyrir guði, vorum föður, og grátbæna hann í nafni