Aldamót - 01.01.1898, Page 123
drottins vors Jesú Krists, að hann veiti oss íyrir-
gefning.
(Versiculus.)
Pr.: Vor hjálp er nafn drottins,
Söfn.: hans, sem gjörði himin ogjörð.
(Sálm 124. 8).
Pr.: Ég sagði: ég skal játa mínar yfirtroðslur,
Söfn.: og þá gafstu mér upp mína syndasekt.
(Sálin. 82, 5).
Pr.: Almáttugi guð, skapari vor og endurlausn-
ari, vér aumir syndarar játum fyrir þér, að vér
erum að eðlisfari syndugir og óhreinir og að vér
höfum syndgað móti þér í hugsunum, orðum og
gjörðum. þess vegna leitum vér hælis hjá þér,
sökum óendanlegrar miskunnar þinnar, og grát-
bænum þig um þína náð, fyrir sakir drottins vors
Jesú Krists.
(Þá má söfn. taka undir með prestinum:)
Miskunnsami guð, sem látið hefur eingetinn son
þinn deyja vor vegna, miskunnaðu þig yfir oss og
veit oss hans vegna fyrirgefning allra synda vorra.
Auk þú hjá oss þekkinguna á þér og þínum vilja
og gef oss sanna hlýðni við þitt orð fyrir heilagan
anda þinn, svo að vér fyrir náð þína fáum eignast
eilíft líf fyrir Jesúm Krist, drottin vorn.
Söfn.: Amen.
(Aflausn.)
Pr.: Almáttugur guð, vor himneski faðir, hefur
miskunnað sig yfir oss og látið eingetinn son sinn
deyja vor vegna, og fyrir hans sakir fyrirgefur
hann oss allar syndir vorar. þeim, sem trúa á
nafnið hans, veitir hann einnig máttinn til að
verða guðs börn og gefur þeiip heilagan anda sinn.