Aldamót - 01.01.1898, Page 124
Hv er, sem trúir og er skírður, mun hólpinn verða.
Ó, drottinn, veit oss þetta öllum.
Söfn.: Amen.
4. (Tntroitm,* messuupphaf.)
Pr.: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.
Söfn.: Á hans herðum skal höfðingjadómurinn
hvíla.
Pr.: Hann skal heita hinn undrunarlegi, ráð-
gjafi, hinn máttugi, sterki guð,
Söfn : faðir eilífðarinnar, friöarhöfðingi.
(Es. 9, 5.)
( Ptalma.* )
Pr.: Syngið drotni nýjan söng.
Söfn.: því dásamlega hluti hefur hann gjört.
(Sálm. 96, 1.)
(Oloria patri.)
Söjn.: Dýrð sé guði föður, syni og heilögum anda
svo sem var frá upphafi, er enn og verða mun til
eilífðar. Amen.
(í staðinn fyrir introitus má koma sálmur.)
5. (Kyrie.)
Pr.: Drottinn, miskunna þú oss!
Söfv.: Drottinn, miskunna þú oss!
Pr.: Kristur, ■ miskunna þú oss!
Söfn.: Kristur, miskunna þú oss!
Pr.: Drottinn, miskunna þú oss!
Söfn.: Drottinn, miskunna þú oss!
0. (Gloria in excehis.)
Pr.: Dýrð sé guði í upphæðum!
Söfn.: Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu
*) Þessi introitus og psahmt er ætlaður jólunum. Annars hef-
ur hver helgidagur kirkjuársins sérstakar ritningargreinir. sem
þanni^ kaþast.