Aldamót - 01.01.1898, Page 130
130
lagt sinn skerf til aö fegra og fullkomna. Inn í J?að
eru fléttuö orö úr Davíös sálmum, orð, sem spámenn-
irnir töluðu, þegar andi drottins lyfti fortjaldi tímans
frá og sýndi þeim frelsisvon mannkynsins; og hér eru
orðin, sem flugu út úr hjarta Símeons, þegar hann hélt
frelsara mannanna á örmum sér. Guðsdýrkun allra.
kynslóða og allra alda er hér dregin saman í eitt
Hér er syndajátning og hér er fyrirgefning syndanna.
Hér er trúarjátning og bænarákall. Hér er lofsöngur
og þakkargjörð. Hér er mál englanna gjört að máli
mannanna. Hér hrópa mennirnir til drottins og hér
svarar hann þeim aftur. Hér tala bæði postular og
guðspjallamenn. Hér er bæði lögmál og evangelíum,
bæði synd og náð. Hér er guðleg blessun og hér er
mannleg fórnargjörð. Hér er safnað saman eins og í
dýrðlega sýning öllu því, sem farið hefur og fara mun
á milli guðs og manna. Hér er drottinn með alla hina
kærleiksríku frelsisráðstöfun sína frá upphafi vega. Og
hér er maðurinn með alla sögu sína um fall, iðrun,
afturhvarf og trú. Hér er hásæti drottins og maður-
inn á ásjónu sinni frammi fyrir honum.
j)að eru þrjú atriði í þessu guðsþjónustuformi, sem
mér finst mest um vert að fá aftur. Hið fyrsta er
syndajátning og aflausn. Syndameðvitundin er orðin
dauð og dofin hjá oss, og þess vegna fer prédikunin um
fyrirgefning syndanna fram hjá oss eins og ræða á út-
lendu tungumáli. Aflausninni er nú hnýtt aftan við
skriftaræðuna og hvorttveggja fer ákaflega illa eftir
núverandi fyrirkomulagi, þar sem það er látið skrölta
laust framan við hina eiginlegu guðsþjónustugjörð.
þýðing, aflausnarinnar er alveg töpuð úr meðvitund ísl.
kirkjulýðs; naumast nokkur leikmaður, sem veit, að