Aldamót - 01.01.1898, Page 133
133
enn og ræða málið smámsaman í hinum kirkjulegu
tímaritum og láta þá, sem til þess kunna að finna köll-
un, afla sér meiri j?ekkingar?
það er tvent í þessu sambandi, sem allir kirkju-
legir leiðtogar þyrftu að hafa hugfast. Fyrst og fremst
þyrftu þeir að leggjast á eitt með, að koma íslenzku
safnaðarfólki í skilning um, að form er form, og á ekki
að þrælbinda neinn, hvorki prest né söfnuð, svo að það
þyki afglöpum næst, ef út frá einhverju smáatriði er
vikið. Formið er til mannanna vegna, en ekki
öfugt.
þar næst þurfum vér allir að hafa hugfast, að svo
framarlega sem vér viljum gjöra einhverjar endurbæt-
ur á tíðareglum kirkju vorrar, sem sannarlega er engin
vanþörf á, megum vér ekki hringla fram og aftur, þar
sem um þennan sögulega arf kirkju vorrar er að ræða,
heldur leitast við að eignast aftur guðsþjónustuform
lútersku kirkjunnar í hinni fögru upprunalegu mynd
þess. þetta eru meginreglur, sem trúarbræður vorir
hvervetna í heiminum stöðugt fylgja, þegar þeir taka
þetta þ)'ðingarmikla efni til meðferðar.