Aldamót - 01.01.1898, Page 134
Undir linditrjánum.
í merkasta tímaritinu, sem vér
Fyrr og nú. Islendingar höfum átt, var gefiö
yfirlit yfir allar bækur, sem út
höfðu komið árinu áður. Ritgjörðirnar um þetta efni
í Fjölni eftir síra Tómas Sæmundsson hafa haft ákaf-
lega mikla þýðing fyrir íslenzkar bókmentir, — svo
mikla þýðing, að eiginlega er alveg ómögulegt að gjöra
sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum, sem andi hans
hefur haft á andlegt líf þjóðar vorrar. Ritgjörðir þessar
verða eflaust lesnar eins lengi og nokkur maður lætur sig
langa til að kynna sér bókmentasögu vora. Nokkuð
eru dómar hans harðir oft og tíðum, ef það á annað
borð er leyfilegt, að kalla J?ann dóm harðan, sem
sprottinn er af kærleika og velvild. Enda hefðu dóm-
ar hans verið árangurslaust mald í móinn, ef hann
hefði brostið einurð og kjark til að taka af öll tvímæli
um gallana og vankantana. Islenzk bókagjörð var þá
í mesta barndómi og átti við ótal örðugleika að stríða,
sem vér nú naumast getum gjört oss grein fyrir. En
andi síra Tómasar var stórhuga. Hann vildi ekki láta
íslenzkar bækur standa öðrum á baki, hvorki að þvf, er
búning né efni snerti. Hann vildi láta Island eignast
marga rithæfa menn, sem hefðu eins ekta andans vín