Aldamót - 01.01.1898, Page 136
gjört oss aö meiri og betri mönnum? Hafa þær auk-
iö dugnað vorn og kjark? Hafa þær sannfært oss um
nokkurt sannleiksatriði, sem vér engan gaum höfðum
gefið? Hafa þær kent oss, hvernig vér eigum að fara
með þetta dýrmæta líf vort, svo það verði oss ekki
öldungis ónýtt eða verra en ónýtt? Hafa þær vakið
anda vorn, rutt hugsunum vorum nýja braut, hrundið
oss út í baráttu við óvini lífsins, en kent oss að krjúpa
á kné fyrir lávarði þess og herra?
Bækur, sem ekki gjöra þetta, eru ónýtar bækur.
Höfundar, sem semja bækur án þess að hafa nokkurn
hlut til að segja, sem gagn er í, nokkra hugsun, sem
borið getur ávöxt, eru bráðónýtir höfundar, sem gjöra
mundu miklu þarfara verk með því að vera smalar eða
sjómenn, eða sitja inni á palli og prjóna sokk eða
kemba ull. Duggarabandssokkurinn eða sjóvetlingur-
inn er miklu heiðarlegra smíði en ónýt bók, sem
engri skynsamlegri eða þarflegri hugsun heldur fram.
Og aðalgallinn á vorum íslenzku bókum er nú einmitt
þetta: þær auka svo lítið auðlegð hugsana vorra.
Nú eru liðin nærri 60 ár síðan Tómas heitinn
Sæmundsson varð á bezta aldri að láta pennann falla
úr hendi sér. Sextíu ár er býsna langur tími, því sem
næst tveir mannsaldrar. A þeim tíma hefðum vér átt
að taka heilmiklum framförum. Heiminum hefur
fleygt áfram á þessum árum. Og víst er um það, oss
hefur farið fram í mörgu. Ekkert spor, sem áfram er
stigið, ættum vér að vanþakka. það er talsvert meiri
menningarbragur kominn á lífið nú en þá. það eru
nokkuð fleiri rithæfir menn til á meðal vor nú en þá.
Málið er hreinna, fegra, auðugra. Bækur eru miklu
fleiri gefnar út og bókagjörð orðin miklu vandaðri,