Aldamót - 01.01.1898, Síða 137
137
' En naumast mundi síra Tómas sérlega ánægður
enn, ef bækur þær, sem út hafa komiö á árinu, ættu
að mæta frammi fyrir dómstóli hans. Að vísu mundi
brún hans hefjast heilmikið yfir sumum þeirra. En
yfir fleirum mundi hann hrista höfuðið. Hann mundi
nú eins og forðum finna nokkrar, þar sem ,,útgefend-
urnir hafa ekkert lagt til af eigin forða, nema leiðrétt-
ing prófarkanna, formálann og prentvillurnar “. Hann
mundi, ef til vill, aftur óska, ,, að heilar arkir væru
stundum tómar eyður og slettur og klessur, svo enginn
lifandi maður gæti lesið þær“. Hann mundi furða
sig á, hve litlum andlegum þroska vér höfum náð á
svo löngum tíma og undrast yfir hugsanafátækt nútíð-
arhöfundanna, ekki síður en skorti þeirra á öflugri
sannfæring.
Eftir þessi sextíu ár eigum vér fáa menn honum
jafn-þroskaða, með eins vakandi anda, eins glöggan
skilning, eins kjarkinikla dómgreind, eins víðtækan
sjóndeildarhring, eins óbilandi trú á möguleik frain-
faranna. Ef tekið hefði við af honum annar jafn-
snjall maður, er staðið hefði jafn-trúlega á verði og
haldið svipunni jafn-einbeittlega á lofti, og þó talað af
jafn-miklum kærleika, mundu einhverstaðar sjást þess
merki. Langt erum vér enn þá frá því, að hafa náð
þeirri bókmentalegu hugsjón, sem fyrir honum vakti.
Oss Islendinga skortir enn siðferðislegan þrótt og
alvöru til að skapa bókmentir, er varanlegt gildi hafi og
öðlast geti almenna viðurkenning fyrir utan hin þröngu
takmörk þjóðar vorrar. Oss skortir ekki gáfurnar,
hæfileikana. En oss skortir þann siðferðislega þrótt,
sem er skilyrðið fyrir því, að gáfurnar fái að njóta sín.
Vér eigum nóg af gáfuðum unglingum. En heill hóp-