Aldamót - 01.01.1898, Page 138
138
ur þeirra er eins og njólar, sem hlaupa í fræ löngu
fyrir tímann og verða svo að engu. Mest af ]?eim
skáldskap, sem vér eigum, hefur til orðið á óþroskað-
asta skeiði mannsæfinnar, og sum skálda vorra hafa
steinhætt að yrkja, þegar það tímabil var á enda og
j?roski fullorðins-áranna kominn yfir þá. Hjá oss er
töluvert af bókmentalegum tilþrifum, en þolið og
þroskann vantar. Og víða kemur fram tilfinnanlegur
skortur á mentun og skilningi. Sjóndeildarhringurinn,
sem bundinn er við hólmann litla úti í hafinu, kemur
of mjög í ljós. En aumast er þó alvöruleysið, flysj-
ungshátturinn, kæruleysið um lffið, hvort því er varið
til nokkurs eða ekki neins. þ)að er eins og oss finnist
vel flestum ekki ómaksins vert, að verja lífi voru til
nokkurs hlutar.
,,Ef þú gengir að morgni dags inn í mjólkur-
skemmuna þína og yrðir var við, að yngsta barnið þitt
hefði komist þangað á undan þér og væri að leika sér
við köttinn, og að það hefði helt öllum rjómanum nið-
ur á gólfið handa kettinum að lepja, þá mundir þú
átelja barnið og þér mundi falla illa, að rjóminn skyldi
fara svona til spillis. En ef það væru nú í staðinn fyrir
tréílát með mjólk gullskálar með mannlegu lífi, og í
staðinn fyrir köttinn sem leikbróður — djöfullinn sem
leikbróðir, og þú sjálfur værir að leika þér við hann,
og í stað þess að láta guð brjóta gullskálina við upp-
sprettuna, brytir þú hana sjálfur niður í skarnið og
heltir mannlegu lífi niður á jörðina handa fjandanum
að sleikja það upp, — það finst þér ekki að láta fara
til spillis ‘ ‘ (Ruskin).
])að fer of mikið til spillis hjá oss á þennan hátt.
Ef þetta á að lagast, verður kristindómurinn að