Aldamót - 01.01.1898, Page 139
139
koma til sögunnar. Hann einn er fær urn að varðveita
lífsþrótt þjóöanna og gefa þeim þol til andlegra og
líkamlegra framkvæmda. Vér þurfum að eignast aftur
prédikara eins og Vídalín, —réttlætispostula á öllum
svæðum lífsins, menn með kristindóm í hjartanu og
kristindóm í orðum eða gjörðum. Annars brotnar
gullskál þjóðlífs vors niður í skarnið og alt fer til
spillis.
það er í þessu sambandi eftirtektarvert, að Tómas
Sæmundsson, sá maður, sem einna mest hefur borið
vöxt og viðgang íslenzkra bókmenta fyrir brjóstinu og
meira hefur á sig lagt þeirra vegna en flestir aðrir, var
prestur. Og þá ekki síður það, að nú nærri sextíu ár-
um eftir dauða hans eru það tveir prestar, sem bera
íslenzka ljóðagjörð á herðum sér. það má svo að orði
kveða, að þeir einir haldi nú uppi söngnum í bókmenta-
kirkju þjóðar vorrar;að minsta kosti eru þeir forsöngv-
ararnir. Ef þeir væru ekki, væri þar líklega orðið
messufall fyrir löngu síðan, sökum söngleysis.
Merkilegast af öllu, sem út hefur
Biblíuljóff. komið á íslenzku síðan við sátum
II. undir linditrjánum í fyrra, er ann-
að bindi biblíuljóðanna. Vér
skröfuðum þá og skeggræddum all-ítarlega um fyrra
bindið og ættum nú að gjöra hinu seinna sömu skil.
Fyrra bindið var 414 bls. og í því voru 120 kvæði.
Seinna bindið er 448 bls. á stærð og kvæðin 89, en
flest miklu lengri en í hinu fyrra. það er sami blær-
jnn á þeim öllum, eins og búast mátti við, og þess «