Aldamót - 01.01.1898, Síða 144
144
sera þeir sitja, ,,og súgur kaidur þaut í rósatjöldum“
(181). þegar efniö og lengdin er boriö saman, er
þetta kvæöi mikið of langt. — í grasgarðinum lætur
skáldið Pétur fara að segja frelsaranum draum og
Jesúm fara að ráða hann (269). Og þegar hann kem-
ur til lærisveinanna í 2. og 3. sinn, gjöra þeir Jakob
og Jóhannes hið sama. Að hugsa sér, að annað eins
og þetta hafi átt sér stað grasgarðspínu-nóttina, er víst
mjög mikil fjarstæða frá sálarfræðislegu sjónarmiði.
þegar frelsarinn hefur beðist fyrir í 3. sinni, grætur
hann, hvert tár verður perla, en hver perla verður að
stjörnu, heilum heiini. þetta langa kvæði finst mér
hafi mishepnast hjá höfundinum.
En mönnum er nú líklega mál á, að ég fari að tína
í hina metaskálina, enda er það bæði ljúfara og léttara.
Ég er að eins hræddur um, að ég yrði aldrei búinn, ef
ég ætti að telja alt það upp, sem kvæðin hafa til síns
ágætis. það sem að þeim má finna, er eins og fis á
móti hinu. I heild sinni eru þau snildarverk, þótt þau
hafi sín takmörk. Stundum tekur skáldið viðburði úr
gamla testamentinu og líkir þeiin við það, sem hann
er þá að segja frá, svo það er unun að þeim saman-
burði, eins og t. d. í kvæðinu um vitringana frá aust-
urlöndum, þar sem hann líkir þeim við kappa Davíðs,
sem með skelfilegri lífshættu sóttu vatn í brunninn í
Betlehem (28). — Skáldið lætur Önnu spákonu segja:
,.Þegar hjartans benjar svíða’ og blæða,
beztu lækning er að fá við því:
Blóðið Jesú instu hjartans æða
öll mun djúpu hjartasárin græða.
Lifsteinn góður sverða’ er eggjum í“ (36—37).
Jfað er eins og Hallgrímur Pétursson væri að tala.
Annað mál er, hvort það er nú eðlilegt að láta Önnu