Aldamót - 01.01.1898, Page 148
143
myrkvastofunni er hann látinn vera að tala viö sjálfan
sig. Hann kvartar sárt yfir aö sitja þar og fá ekki að
njóta sólarinnar, né ganga um „grösuga rósavanga“
(106), né ,,teyga lofthafiö létt og svalt“, né ,,heyra
fagran fuglasöng“ (107). Og svo er rödd látin flytja
honum svar frelsarans, ómandi utan aö inn í hjarta
hans milli hugleiöinganna, og er það atriði mjög fagurt.
En skyldi Jóhannes hafa veriö aö hugsa um ]?etta í
fangelsinu? Var hann svo mikill nautnarinnar maöur,
aö það tæki mest á hann að fá ekki aö njóta unað-
semda lífsins? Voru þaö ekki aörar og dýpri hugsanir,
sem ollu honum hugarangurs? Voru þaö ekki bylgjur
efasemdanna, sem dundu þá yfir hann og krömdu sál
hans og komu honum til að hneykslast á guðs lambi, sem
bar alls heimsins synd? það er naumast unt að hugsa sér
stórkostlegra yrkisefni en Jóhannes skírara. En hann
er víst ekki síra Valdimars meðfæri. Sú hlið sálar-
lífsins er honurn augsýnilega ókunn, og þess vegna er
hann ekki tilfinningaskáld. Megum vér ekki um það
fást; engum er alt gefið
Ymislegt rnætti setja út á fyrir skáldinu frá trú-
fræðislegu sjónarmiði. Trú síra Valdimars er nokkuð
mikil alsælutrú (universalismus). Hann er svo
bjartsýnn, að hann er að reyna að gleyma því, að til
sé nokkurt myrkur. Kemur það af því, að hann
hugsar of lítið um hlutina eins og þeir eru, en of mikið
um þá eins og ákjósanlegast væri að hafa þá. í
kvæðinu ,,Guðs ríki“ spyr hann:
,,Hvort dregur hann þá ei að landi seinna?“ (115).
I ,,Filippus og svertinginn“ segir hann:
„Koma tíð mun sú um síðir:
svartir verða jafnir hvítum,
heiðnir kristnir, viltir vísir,
vondir hljóta náð úr hýtum'1 (866).
í biblíunni er oss hvergi heitið þessari tíð, og Ijóðin
þessi hætta að vera biblíuljóð, þegar farið er út í þá
sálma. Lakast finst mér kvæðið ,,Kornelíus“ vera að
þessu Jeyti. því þar eru takmörkin á milli þess að