Aldamót - 01.01.1898, Síða 150
150
legri en hans, mundi drottinn einhverju fá til leiöar
komið meðal vor. Ef vér ættum menn á öllum svæð-
um vors kirkjulega lífs, sem létu eitthvað líkt eftir sig
liggja og síra Valdimar í skáldskapnum, ættum vér
ekki dauða kirkju og dauðan kristindóm, heldur lif-
andi og starfandi. Skáldskapur hans ætti að vera
herhvöt til vor allra. Hann hefur blásið í lúður
drottins og blásið vel. pað er ekki honum að kenna,
ef herinn ekki vaknar.
Ég vona, að með skáldskap hans byrji nýtt tíma-
bil í sögu þjóðar vorrar; að hún hér eftir hverfi meir
til kristilegrar lífsstefnu; að kirkjan íslenzka rísi úr
rústum, og hin dýrmætasta arfleifð vor, málið, verði
hér eftir betur notað til að túlka stórmerki drottins, eins
og hann hefur gjört af svo miklum kærleika og mik-
illi snild.
þegar Svíar þökkuðu Nordenskjold fyrir hina
frægu heimskautaför hans, fór aðalhátíðarhaldið fram í
landsins frægustu kirkju, og biskupinn var til þess
kjörinn að halda ræðuna; áttu þá Svíar von á eins
mælskri ræðu og nokkurn tíma hefði af sænsks manns
vörum komið. En í stað þess að halda slíka ræðu
gekk biskupinn, þegar þar var komið athöfninni,
þangað sem Nordenskjold sat í heiðurssæti, rétti hon-
um höndina og sagði með viknandi rödd: ,, Eg þakka! ‘ ‘
Öllum kom saman um, að þetta hefði verið bezta ræð-
an, sem hægt hefði verið að halda við það tækifæri.
Ljóð síra Valdimars eru oss Islendingum miklu
meira virði en heimskautaför Nordenskjolds Svíum
og eiga margfaldar þakkir skilið. þegar mig nú að
síðustu brestur öll orð, rétti ég honum höndina yfir
hafið og segi: Ég þakka!
þá er það líka önnur bók, sem
GrcttisljóS. ekki er síður eftirtektarverð og
álítast má veruleg aukning við hið
bezta, sem vér eigum í bókmentufn vorum. það eru