Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 151
3 51
,,Grettisljóö“ eftir síra Matthías Jochumsson, prent-
uð á Isafiröi meS laglegu letri, 204 bls. aö stærð.
Kvæðin eru 34, auk formála, sem líka er í ljóðum.
Skáldið er hér að öllu leyti sjálfu sér líkt. þessi ljóð
eru áframhald af ljóðabók síra Matthíasar með öllum
kostum hennar og takmörkunum. Hér er engin aftur-
för sjáanleg. Hið bezta, sem hér er, stendur ekki að
neinu leyti á baki hinu bezta, sem hann hefur áður
orkt, og er þá mikið sagt. Hafi hann áður verið uppá-
halds-skáld þjóðar vorrar, verður hann það engu síður
hér eftir, er hann á efri árum sínum, þegar aðrir eru
farnir að stirðna upp á fótinn og verða hoknir í herð-
um, hefur leyst það þrekvirki af hendi að yrkja ljóð út
af einni hinni helztu af fornsögum vorum.
Hvað eftir annað hefur það verið barið inn í með-
vitund manna, að þetta væri hverjum menskum manni
ofætlun. Sögurnar væru það listaverk í sjálfu sér, sem
ekki væri unt um að bæta. Allar tilraunir til að
mynda ný listaverk út af þeim mundu mishepnast.
Sagan mundi skipa æðra sess í huga manns en nokkur
ljóð, sem út af henni væri unt að yrkja. En þetta er
auðvitað ekkert annað en hugarburður. Vitaskuld,
það þarf þeim mun meiri list til að ummynda sögurnar
og láta þær fæðast á ný sem frumleg listaverk sem bet-
ur er frá þeim gengið af frumhöfundum þeirra. En ég
sannfærist einlægt betur og betur um, að vér Islend-
ingar erum og verðum ættlerar feðra vorra í bók-
mentalegu tilliti og hinar nýju bókmentir vorar verða
þýðingarlausar í samanburði við þær gömlu, ef oss er
það um megn að láta sögurnar frá hinni glæsilegu
fornöld vorri endurfæðast sem listaverk í nútíðarbún-
ingi. Vér erum þá engin bókmentaþjóð og sönnum
þá sögu þeirra manna, er ekki vilja kannast við neinar
íslenzkar bókmentir nema þær gömlu, I fornsögum
vorum eigum vér dýrmætan bókmentalegan arf frá
feðrum vorum, sem gjört hefur garð vorn frægan um
heim allan. En ef vér ávöxtum ekki arfinn, smá-deyr
hann og visnar upp í höndum vorum. það er ekki unt