Aldamót - 01.01.1898, Qupperneq 152
152
aS halda fornsögudýrkuninni við öld fram af öld eins
og vér höfum gjört. það er ekki til neins að neita
því, að hugur íslenzkrar alþýðu er farinn að hverfa frá
fornsögulestrinum; hún er orðin þreytt á honum. það
er slæmt að svo skuli vera, en naumast unt við því að
gjöra, hvað fegnir sem menn vildu. það kemur sú tíð,
að þetta verður enn þá meira en orðið er. Alþýða
manna fær sig ekki til að lifa meö allan hugann í forn-
öldinni, þegar til lengdar lætur. Hugsjónirnar og lífið,
sem vér höfum fram undan oss og heitt er af eigin
hjartaslögum vorum, fer að laða huga fólks vors meira
og meira að sér, og það er ekki sorgar-, heldur fagnað-
ar-efni. Ef andlegt líf á að haldast við meðal vor,
þurfum vér að eiga skáld og rithöfunda, er gefi þjóð
vorri ný listaverk, er hún geti lifaö í með huga sinn og
látið anda sinn nærast af. En svo framarlega sem
skáldskapur vor á að verða eitthvað annað en léleg
eftirstæling af útlendum skáldskap, verður hann að
fæðást f skauti fornaldarinnar. Vér verðum að gjöra
fornöld að nútíð, láta fornaldarhetjurnar fæðast á ný,
ganga út og inn á meðal vor, hvetja oss til þess, sem
gott er og göfugt, og um fram alt kenna oss að verja
lífi voru eins og vakandi menn. Vér verðum að eign-
ast ljóð út af fornsögum vorum, er komið geti í stað
þeirra sjálfra í meðvitund þjóðar vorrar, þar sem gim-
steinar fornaldarinnar eru geymdir og greyptir í gull,
nýja gullumgjörð, -—- svo allir dáist að fiðrildinu, sem
skriðið hefur úr hýðinu. Annars deyr hin fornhelga
bókmenta-arfleifð vor smámsaman í höndum vorum.
Eg vil í þessu sambandi benda á dæmi, sem allir
þekkja, og enginn betur en síra Matthías. það er
meðferð Esajasar Tegnér á Friðþjófssögu. það er nú
töluvert farið að fyrnast yfir skáldskap Tegnérs. En
Friðþjófssaga hans er eitt af hinum ódauðlegu lista-
verkum, hvað sem annars má um hana segja. það er
margfalt meiri nautn fyrir anda hvers manns að lesa það
skáldverk heldur en söguna sjálfa. Auðvitað mætti
yrkja eins vel og betur út af öllum fornsögum vorum,