Aldamót - 01.01.1898, Page 154
of þungur fyrir skáldiö. Vér skiljum ekkert betur hin
huldu rök fyrir hörmum hans og óláni. Skáldið hefur
reynt að lyfta honum hærra meö því að gjöra hann að
einskonar fulltrúa kristindómsins og láta lífsskoðun
heiðninnar og kristinnar trúar togast á um hjarta hans,
spyrna eðli hans sundur og gjöra hann að þeirn óláns-
manni, sem hann var. Hugmyndin er fögur og skáld-
leg. En þetta hefur ekki tekist. Skáldið segir að
eins, að svona hafi ]?að verið, en sýnir það ekki. En
j>að þarf meira til þess að vér trúum. það hefði þurft
sálarfræðislega að sýna þessa baráttu, en það hefur
höfundinum láðst að gjöra. Auðvitað gefur sagan
ekkert tilefni til þessarar skýringar. En hún er jafn-
mikilfenglegt yrkisefni fyrir því og hefði mátt verða
brú milli fornaldar og nútfðar. Til þess að það hefði
getað tekist, hefði skáldið orðið að leggjast miklu
dýpra en hann hefur gjört. það kemur sá tíminn, að
gjörð verður grein fyrir óláni Grettis í íslenzkum ljóð-
um, og þau ljóð verða eins og skuggsjá, þar sem margir
þekkja sjálfa sig og fá lykilinn að margri harmasögu.
Enda væri það ekki of mikið, ef Grettir er sá af hetj-
um fornaldarinnar, sem nútíðarinnar Islendingar hafa
tekið mestu ástfóstri við, af því þeir finna sig honum
líkasta. — Hið sama er að segja um Illuga, bróður
Grettis; hann er ekki meiri né göfugri hetja í ljóðunum
en í sögunni. En um hann minnir mig að síra Arn-
ljótur Ölafsson segði á þúsund ára hátíð Eyfirðinga
1874, að hann væri hin fegursta hetja og hin göfugasta
fyrirmynd hins sanna Islendings í allri fornaldarsögu
vorri.
En Asdísi, móður þeirra bræðranna, — hana hef-
ur skáldið fundið. Hann hefur teiknað af henni svo
ljómandi mynd, að vér gleymum henni aldrei upp frá
þessu. það er ekki til í íslenzkum bókmentum, hvorki
f bundnu né óbundnu máli, önnur eins móðir; hinn
andlegi þróttur hennar er engu minni en hinn líkam-
legi þróttur Grettis. Hún á kærleika, sem aldrei bil-
ar, — trú, sem biður fyrir týndum syni meðan tungan