Aldamót - 01.01.1898, Page 155
155
hrærist. Ef síra Matthías hefSi gjört öllum, sem
hann nefnir til sögunnar, á sinn hátt sömu skil, mundu
þessi Grettisljóö hafa orðiö eins ódauðleg og skáld-
skapur Shakespeare s. En við minna má nú una. Ef
]?að er satt, sem vel hefur verið sagt, að þegar skáldi
takist að skapa framúrskarandi persónu, hvort heldur í
sögu eða ljóði, sé það eins þýðingarmikið fyrir mann-
lífið og þó þessi framúrskarandi persóna hefði í raun og
veru fæðst og lifað og starfað í heiminum, þá vona ég,
að sú mynd, sem síra Matthías hefur þarna teiknað af
kristinni móður, beri margfaldan ávöxt fyrir íslenzkt
þjóðlíf. Islenzkar mæður þurfa að læra að biðja fyrir
sonum sfnum, þangað til hver auðnulaus Grettir verð-
ur að giftumanni.
Margt er ljómandi fallegt í ljóðum þessum, þó
vandvirknin hafi hvergi nærri verið nóg. ])ví miður
má ég ekki benda á hið einstaka. Ljóðagjörð síra
M. er hér víða upp á sitt hið allra bezta. Margar fer-
skeyttu vísurnar hans eru perlur. En samt hefur hann
fremur skemt fyrir sér með því að yrkja of mjög undir
rímnaháttum með lyklum og jafnvel hortittum rímna-
skáldanna. Rímnaöldin er liðin undir lok. þ)að reisir
hana enginn við aftur. Og það er fremur hlægilegt að
gjöra sér rellu út af því. Hún hefði komið íslenzkum
skáldskap fyrir kattarnef, ef hún hefði fengið að halda
áfram. Rímnahættirnir eru óhæfir fyrir hetjuljóð.
Grettisljóð sýna það. þau kvæðin, sem orkt eru undir
öðrum háttum, eru öll efnismeiri, veglegri, — meira
höfðingsmót að þeim. Síðasta kvæðið er á hexa-
metrum og er eitthvert bezta kvæðið. Hafa þeir síra
M. og síra V. enn þá sýnt það, sem Jónas Hallgríms-
son var búinn að sanna, að ekki er annað en hjátrú
og kredda að halda því fram, að þessi fornhelgi og
klassiski bragarháttur sé anda tungu vorrar svo gagn-
stæður, að ekki sé unt að yrkja undir honum á ís-
lenzku, nema með því móti að beita málið ofríki.
Kvæðin „Island farsælda-frón!“ ,, Hvítasunnumorg-
un“ og ,,Að Lögbergi“ verða eflaust talin með beztu