Aldamót - 01.01.1898, Page 157
Í57
alt saman heilagur sannleiki. — Næsta sagan heitír
,,Gullský“. þaö er víst öllum mönnum hulinn leynd-
ardómur, hvaö meint er meö þeim samsetningi, nema
ef vera skyldi höf. sjálfum. — þá kemur ,,Valshreiör-
iö“. það er lang-bezta sagan í bókinni, —fremur
lagleg og vel rituð smásaga, svo það væri ánægja að
eiga nokkrar aðrar eins eftir höf. Ef alt í bókinni
hefði verið jafn-gott, hefði þetta litla safn orðið höf.
til sóma, því sögu eins og þá, sem hér er um að
ræða, ritar enginn, sem ekki hefur töluverða hæfi-
leika í þá átt. —Síðasta sagan, ,,Farmaðurinn“, er
ekki nærri því eins góð, en þó betri en hinar tvær
fyrstu. Undarlegt má það virðast, að jafn-gallharður
föðurlandsvinur og Einar Benediktsson skuli þurfa svo
langt úr landi, alla leið til grísku eyjanna, tiÍ að finna
hæfilegan leikvöll fyrir ímyndunarafl sitt og mannfé-
lagslýsingar. Ólíklegt, að sá, sem ekki hefur ritað
skáldsögur nema á fáeinuin blaðsíðuin, sé búinn að
tæma alt, sem um Island sjálft má segja. —- Kvæðin
eru flest gömul og hafa áður birst í blöðum og tíma-
ritum. Bezt eru þau af því, sem í bókinni stendur,
og er þó langt frá því, að höf. fylgi þar stranglega öll-
um þeim listarinnar reglum, sem honum finnast sjálf-
sagðar fyrir aðra. það eru sterk tilþrif innan um
þessi kvæði, sem bera vott um heilmikið andans at-
gjörvi. En hinn siðferðislega þrótt sýnist bresta.
Hvað sterklega sem höf. kemst að orði, hefur lesand-
inn aldrei neina tilfinning, að hann tali eins og sá,
sem vald hefur, heldur miklu fremur eins og sá, sem
út í vindinn slær. Maður hefur eitthvert veður af, að
það sé minni veigur í kappanum á bak við orðin en
æskilegt væri, og það dregur úr nautninni. Heit föð-
urlandsást er aðal-einkennið á kvæðum þessum, en
hún er blandin svo beisku Dana-hatri, að hún verður
fyrir það hálf-ljót á svipinn.